Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Leikkona Heiða Rún mætti í Royal Albert Hall í gær …
Leikkona Heiða Rún mætti í Royal Albert Hall í gær en þar voru einnig hertogahjónin Meghan og Harry. Samsett mynd

Fínt fólk í Bretlandi fjölmennti á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall í gær, miðvikudag. Hertogahjónin Harry og Meghan létu sjá sig sem og íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed, og unnusti hennar Sam Ritzenberg. 

Meghan og Heiða áttu það sameiginlegt að velja klæðnað sem glitraði aðeins enda fátt annað við hæfi á sýningu eins frægasta sirkuss í heimi. Heiða birti mynd af sér á Instagram og hafði orð á því að hún hefði verið í röndóttu en unnusti hennar í köflóttu. 

View this post on Instagram

She wore stripes and he wore squares to @cirquedusoleil 💖💙🙌🏼 #totem

A post shared by Heida Reed (@heida.reed) on Jan 16, 2019 at 2:37pm PST

Meghan og Harry voru þó ekki eins djörf og Heiða og unnustinn og klæddist Harry bara bláum jakkafötum á meðan Meghan geislaði í einstaklega fallegum pallíettusíðkjól frá Roland Mouret sem kostar 5.595 Bandaríkjadali í vefversluninni Mytheresa eða um 677 þúsund íslenskar krónur. 

Harry og Meghan voru bæði í bláu.
Harry og Meghan voru bæði í bláu. AFP
mbl.is