Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

Íslensk kona er búin að léttast um 37 kg.
Íslensk kona er búin að léttast um 37 kg. mbl.is/Thinkstockphotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er búin að léttast um 37 kg og finnst brjóstin vera orðin slöpp. Hvað er til ráða?

Sæl,

ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?

Kveðja Tóma

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Til hamingju með þyngdartapið, þú hefur aldeilis staðið þig vel. Það er mjög líklegt að til þess að koma brjóstunum á „réttan“ stað þá þurfir þú að fara í sk. brjóstalyftingu. Þá sitja eftir ör umhverfis vörtubaug, niður að brjóstafellingu og aðeins undir brjóstunum.

Það er algengur misskilningur að þá séu geirvörturnar „teknar af“ og saumaðar á aftur. En það er rangt! Það er einungis ysta lag húðarinnar sem er fjarlægt og vörtubaugurinn færður upp. Ef þú hefur misst mikið af brjóstavefnum við þyngdartapið, þá gæti verið þörf á því að setja silicon-púða um leið. Það fer allt eftir væntingum þínum um stærð á brjóstunum.

Það er yfirleitt hægt að vera með börn á brjósti eftir svona aðgerð en getur gengið brösuglega. Annars eru áhættur við allar aðgerðir, getur komið sýking eða blæðing þó að það sé mjög sjaldgæft. Bara alltaf nauðsynlegt að láta vita af því.

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lýtalækni og sjá hvað hentar þér best.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is