Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skiptið

Karl Lagerfeld er einn þekktasti tískuhönnuður í heimi. Hann hefur ...
Karl Lagerfeld er einn þekktasti tískuhönnuður í heimi. Hann hefur verið listrænn stjórnandi Coco Chanel frá árinu 1983. ALAIN JOCARD

Hátískulína Coco Chanel, fyrir vor og sumar árið 2019, var sýnd með pompi og prakt í Stóruhöll (Grand Palais) í Parísarborg. Þeir sem þekkja til þessarar reisulegu byggingar geta ímyndað sér fegurðina þegar fyrirsæturnar komu fram í dýrðlegum kjólum, sem sumir hverjir voru skreyttir lifandi blómum sem höfðu verið plöstuð þannig að þau munu lifa að eilífu. 

The Guardian fjallar um sýninguna en það sem vakti hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla er sú staðreynd að Karl Lagerfeld var hvergi viðstaddur hana. Þetta ku vera í fyrsta skiptið sem listræni stjórnandinn er fjarverandi. Lagerfeld sem hóf feril sinn árið 1955 fyrir Pierre Balmain tók við sem listrænn stjórnandi Chanel árið 1983. 

Hann er nú orðinn 85 ára gamall og hefur samkvæmt erlendum fjölmiðlum verið heilsulítill að undanförnu. 

Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel.

Ef marka má hátískulínu Chanel um þessar mundir verða snið í anda sjötta áratugar síðustu alda vinsæl. Það var ýmislegt sem minnir einnig á níunda áratuginn, meðal annars förðun og hár. 

Það þykir einstakt hvað Lagerfield hefur tekist að nýta sér nýjustu tækni þegar kemur að efnum. Eins þykir margt við tískulínuna í ár minna á framtíðina. En Coco Chanel sjálf var einstaklega íhaldssöm þegar kom að því að breyta tískulínum sínum á milli ára. 

Lokaatriðið vakti mikla athygli þar sem brúður mætti á sýningarpallana í sundbol og með sundhettu í anda Great Gatsby-áranna. 

View this post on Instagram

The bride took the plunge at Chanel 👰🏼👙

A post shared by Derek Blasberg (@derekblasberg) on Jan 22, 2019 at 4:53am PST

View this post on Instagram

The finale of the Spring-Summer 2019 #CHANELHauteCouture show, presented earlier today at the Grand Palais in Paris. #VillaCHANEL #CHANEL @felicenova @elizakallmann @heconghc @jingwenll @adesuwa @alinchozz @ninamarker @victoriia_evseeva @walldamort @iamhyunjishin @maudhoevelaken

A post shared by CHANEL (@chanelofficial) on Jan 22, 2019 at 4:12am PST

View this post on Instagram

The first images of the Spring-Summer 2019 #CHANELHauteCouture silhouettes, photographed by Karl Lagerfeld. #CHANEL @riannevanrompaey

A post shared by CHANEL (@chanelofficial) on Jan 22, 2019 at 1:27am PST

Haust og vetrarlína 2019/20 frá Chanel var kynnt í dag.
Haust og vetrarlína 2019/20 frá Chanel var kynnt í dag. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is

Svona er æskuheimili Birkis Más

16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

Í gær, 23:00 „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

Í gær, 19:00 Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í gær Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í gær Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í gær Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

í fyrradag „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

í fyrradag Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

15.2. Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

15.2. Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »