Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Kylie tekur sig óneitanlega vel út í sundbolnum.
Kylie tekur sig óneitanlega vel út í sundbolnum. skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner er yfirleitt með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. Á dögunum klæddist hún sundbol með kúa-mynstri. Jenner birti mynd af sér í sundbolnum sitjandi á snekkju, en hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni og vinum.

View this post on Instagram

If you’re happy and you know clap your hands 👏🏼

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Jan 19, 2019 at 8:59am PST

Hlébarðamynstruð föt hafa verið í tísku síðustu misseri, en það er aldrei að vita hvort kúa-mynstrið muni skáka því.

Sundbolinn er hægt að kaupa á vefsíðunni Onia.com sem sendir til Íslands. Hann er þó ekki af ódýrari gerðinni, en með sendingargjöldum kostar hann 236 Bandaríkjadali, eða um 28 þúsund íslenskar krónur. 

Sundbolurinn sem Kylie klæddist í ferðalaginu.
Sundbolurinn sem Kylie klæddist í ferðalaginu. skáskot/Onia.com
mbl.is