Tíska er list sjálfsmyndar

Þorgerður Þórðardóttir er mikill fagurkeri sem hefur ánægju af því …
Þorgerður Þórðardóttir er mikill fagurkeri sem hefur ánægju af því að ferðast. Ljósmynd/Aðsend

Fagurkerinn okkar að þessu sinni er Þorgerður Þórðardóttir. Þorgerður er búsett í Frakklandi þar sem hún vinnur að uppbyggingu skíðamerkisins Perfect Moment með sambýlismanni sínum. Síðastliðin ár hefur Þorgerður verið búsett í Kína, Hong Kong og Ítalíu þar sem hún hefur unnið hjá tískufyrirtækjum, nú síðast hjá Calvin Klein. 

Hvað gerirðu til að dekra við þig?

„Ég bjó árum saman í Asíu, þar er hægt er að komast í mjög gott dekur á hagstæðum kjörum sem ég lét oft eftir mér. Ég veit fátt betra en að komast í nudd eftir erfiða vinnuviku. Eins finnst mér mjög gott að fara í andlitsbað og fótsnyrtingu. Þegar kemur að hreyfingu vel ég gott jóga og langa göngu meðfram strandlengjunni heima, helst í fallegu sólsetri.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Persónuleg tjáning út á við hver þú ert. Ekki endilega eitthvað sem þú kaupir, heldur meira hvernig þú stíliserar það til að túlka hver þú ert. Þannig er tíska einskonar list sjálfsmyndar.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Isabel Marant. Hún nær einhvern veginn að draga fram þennan áreynslulausa franska stíl sem mér finnst svo heillandi.“

Bleikur var mikið í uppáhaldi hjá Þorgerði síðasta sumar.
Bleikur var mikið í uppáhaldi hjá Þorgerði síðasta sumar. Ljósmynd/Aðsend

Hvaða hönnuð heldurðu upp á?

„Ef ég held mig við tískuheiminn þá hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér breski hönnuðurinn Phoebe Philo. Hún var lengi hjá Chloé og þangað til nýverið hjá Céline. Þetta eru tvö tískuhús sem lengi hafa heillað mig.“

Breski tískuhönnuðurinn Phoebe Philo er í uppáhaldi hjá Þorgerði.
Breski tískuhönnuðurinn Phoebe Philo er í uppáhaldi hjá Þorgerði.

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Þeir sem þekkja mig vel vita að það er ekki mikið um liti í fataskápnum mínum. Að frátöldu gallaefni er litapallettan mín grár, svartur, ljós og antíkbleikur. En þar sem ég er að reyna að vera meira í lit, þá var bleikur í miklu uppáhaldi síðastliðið sumar.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Annað par af bleikum skóm – einhver gæti sagt: hver þarf tvö pör af skóm, hvað þá bleikum!“

Isabel Marant er í uppáhaldi hjá Þorgerði.
Isabel Marant er í uppáhaldi hjá Þorgerði.

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Leggings og toppur. Ég er sérstaklega hrifin af Lululemon-jógabuxunum. Eins finn ég alltaf eitthvað í Nike.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Enginn, en ég væri ómöguleg án súkkulaðis og engifers í langan tíma.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Varasalvinn og handáburðurinn.“

Hver er uppáhaldsverslunin þín?

„Í dag versla ég aðallega á netinu. Ég finn mér alltaf eitthvað fallegt á Net-a-Porter, Matchesfashion eða Farfetch.“

Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?

„London.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Nei, þetta kemur meira í svona tímabilum hjá mér. Eitthvað er meira uppáhalds á ákveðnum tíma. Núna hef ég varla farið úr gallabuxum sem eru með innblæstri frá áttunda áratugnum.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Mér finnst best að fá íslenskan heimalagaðan mat hjá mömmu. En undanfarið hef ég alltaf fundið mig að minnsta kosti einu sinni í hverri heimsókn á Snaps.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Ristað brauð með avókadó, fetaosti og hleyptu eggi. Skolað niður með fersku mintutei.“

Uppáhaldssmáforrit?

„Instagram.“

Hvað er á óskalistanum?

„Ég á mér eina stóra ósk en ég vil ekki ljóstra henni upp hér.“

Þorgerður hefur lifað og starfað á erlendri grundu lengi. Hún …
Þorgerður hefur lifað og starfað á erlendri grundu lengi. Hún hefur alltaf haft brennandi áhuga á tísku. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál