Lét breyta eyrnalokkum Díönu prinsessu

Katrín hertogaynja með eyrnalokka sem eitt sinn voru í eigu …
Katrín hertogaynja með eyrnalokka sem eitt sinn voru í eigu Díönu prinsessu. AFP

Katrín hertogaynja var með fallega eyrnalokka á dögunum í Skotlandi en eyrnalokkarnir voru myndaðir í bak og fyrir enda um sérstaka eyrnalokka að ræða. Eyrnalokkarnir voru áður í eigu móður eiginmanns hennar, Díönu prinsessu. 

Eins og vefur Town & Country bendir á var eyrnalokkunum breytt fyrir Katrínu í nútímalega en fína hangandi eyrnalokka. Þegar Díana gekk með þá voru þeir hins vegar hefðbundnir hnappar. Lokkarnir voru sérstaklega gerðir fyrir Díönu og passa því vel við trúlofunarhring Katrínar sem gerður var úr hring Díönu. 

Vilhjálmur er sagður hafa gefið eiginkonu sinni eyrnalokkana þegar þau trúlofuðu sig árið 2010. Katrín rétt eins og Díana prinsessa notar eyrnalokkana þó nokkuð, rétt eins og Díana. 

Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP
Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál