Notar bossakrem á andlitið

Hailey Baldwin fékk bólur þegar hún byrjaði á getnaðarvörn.
Hailey Baldwin fékk bólur þegar hún byrjaði á getnaðarvörn. mbl.is/AFP

Frú Bieber, Hailey Baldwin, byrjaði nýlega á getnaðarvörn sem hefur þau áhrif að hún hefur fengið hormónabólur. Til þess að eiga við húðina vegna þess hefur hún ekki bara notað venjuleg bólukrem heldur líka bossakrem. Hún greindi frá því í viðtali við Refinery29 hvernig hún hugsar um húðina.

Fyrirsætan þakkar genunum fyrir góða húð en hún passar sig líka. Segist drekka mikið vatn og þrífa húðina vel. Mataræðið skiptir líka máli. „Ef ég borða ostborgara í nokkra daga lítur húðin mín ekki vel út.“

Baldwin segir það erfitt að eiga við hormónabólur og hún hafi rætt það við lækni. Niðurstaða hennar sé sú að bólurnar séu skárri en að eignast barn á þessum tímapunkti í lífinu. Vegna þess hversu þurr húð hennar verður þegar hún notar venjuleg bólukrem hefur hún komist að því að krem sem vinna gegn útbrotum vegna bleyju virki vel. 

„Ef þú hugsar um hvað þau eru notuð við, sem er rauð ójöfn húð, þá er þetta í meginatriðum það sama,“ segir fyrirsætan sem mælir einnig með bossakremi á bauga. 

Fyrirsætan Hailey Baldwin.
Fyrirsætan Hailey Baldwin. mbl.is/AFP
mbl.is