Með íslenska hönnun á rauða dreglinum

Gemma Whelan með skartgripi frá Aurum á BAFTA.
Gemma Whelan með skartgripi frá Aurum á BAFTA. mbl.is/AFP

Breska leikkonan Gemma Whelan skartaði íslenskri hönnun þegar hún mætti á BAFTA-verðlaunin í Royal Albert Hall á sunnudaginn. Whelan var með eyrnalokka og armband úr nýrri línu frá Aurum by Guðbjörg en línan ber nafnið SAND

Fallegir skartgripirnir pössuðu vel við klassíska ljósbláa kjólinn sem Whelan klæddist á verðlaunaafhendingunni. Bæði armbandið og eyrnalokkarnir eru með perlum og hentuðu hátíðlegu tilefninu afar vel. 

Gullsmiðurinn Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir sótti innblástur í íslenskt landslag og þá sérstaklega strendur á Vestfjörðum sem hún kann einstaklega vel við vegna þess hversu friðsælar strendurnar eru. 

Gemma Whelan var flott með skartgripi frá Aurum.
Gemma Whelan var flott með skartgripi frá Aurum. AFP
ljósmynd/Aurum
ljósmynd/Aurum
mbl.is