Var Melania í kápu eða náttslopp?

Melania Trump í bleiku kápunni ásamt eiginmanni sínum Donald Trump.
Melania Trump í bleiku kápunni ásamt eiginmanni sínum Donald Trump. mbl.is/AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. 

Heitar umræður hafa skapast um kápuna á netinu og ekki bara vegna þess hversu dýr kápan var. Vilja sumir meina að forsetafrúin hafi litið út fyrir að vera í bleikum náttslopp en ekki endilega hátískukápu. Mynstrið, minkafeldurinn á ermunum, liturinn og hvernig kápan er bundin saman fékk netverja til að líta svo á að forsetafrúin hefði farið út á náttsloppnum. 

Melania klæddist kápunni þegar hún og eiginmaður hennar tóku á móti forsetahjónum Kólumbíu á miðvikudaginn. InStyle greinir frá því að kápan, sem nú er uppseld á netversluninni Farfetch, sé talin hafa kostað 3.570 Bandaríkjadali eða um 430 þúsund íslenskar krónur. 

Forseti Kólumbíu, Ivan Duque, og kona hans, Maria Ruiz, með …
Forseti Kólumbíu, Ivan Duque, og kona hans, Maria Ruiz, með Trump-hjónunum. mbl.is/AFP
Minnti kápan á náttslopp?
Minnti kápan á náttslopp? mbl.is/AFP
mbl.is