Þetta eru best klæddu konur Íslands!

Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur.

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, kom, sá og sigraði þegar eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson varð forseti Íslands. Embætti eiginmannsins hefur haft mikil áhrif á fatastíl Elizu, sem hefur með tímanum orðið ein best klædda kona Íslands. Hún á orðið mjög gott safn sparifata sem nýtast vel við störf forsetafrúarinnar.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður hefur lengi verið talin ein best klædda kona Íslands. Tóta eins og hún er kölluð hefur sinn frumlega og einstaka fatastíl.

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. mbl.is/Rósa Braga

Erla Þórarinsdóttir listakona þykir hafa vandaðan og fallegan fatastíl.

Erla Þórarinsdóttir.
Erla Þórarinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, er alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Hrafnhildur er gjarnan í hvítum jökkum eða ljósbleikum en þessir tveir litir fara hennar dökku augum og dökka hári mjög vel.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ásamt dætrunum Aþenu Lind, Dögun París og Ísabellu ...
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ásamt dætrunum Aþenu Lind, Dögun París og Ísabellu Ósk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir „Hún er smart, eðlileg og svona effortless smart. Hún er greinilega fyrir danska Ecouture-merkið sem notar náttúrulega efni í hönnun sinni, svona samfélagslega ábyrgt hönnunarfyrirtæki. Hún blandar líka venjulegum og hönnunarfatnaði vel saman,“ segir einn af þeim sem tilnefndu hana.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður hefur mesta glamour-stílinn af þeim sem komast hér á lista. Hún er algerlega óttalaus þegar kemur að fatavali og fatasamsetningum og elskar skraut og svo toppar litla bleika Prada-taskan allt en Dóra Júlía notar hana mikið.

DJ Dóra Júlía.
DJ Dóra Júlía. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S og Ellingsen, er alltaf fallega klædd. Það er alveg sama hvort Brynja er í útivistarfötum eða sparidressum – alltaf er hún smart.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður hefur þennan lekkera áreynslulausa stíl og ber alltaf af hvar sem hún kemur.

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, er einstaklega smekklega klædd alltaf. Svörtu gleraugun setja svip sinn á heildarmyndina.

Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.
Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.

Karitas Sveinsdóttir, hönnuður hjá HAF Studio, er alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Hún er mikið í þröngum buxum og fallegum jökkum með flaksandi hár og sparibros. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Karitas Sveinsdóttir hönnuður og eigandi HAF Studio.
Karitas Sveinsdóttir hönnuður og eigandi HAF Studio. mbl.is/Árni Sæberg

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vandaðan og góðan fataskáp.

Hildur Björnsdóttir.
Hildur Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari á Trendnet, er alltaf klædd nýjustu tísku og leggur mikið upp úr því að vera alltaf fersk þegar kemur að tískunni.

Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.

Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarmaður hefur alltaf þótt hafa áberandi fallegan stíl. Það er ekki hægt að segja að stíllinn sé látlaus því fataskápurinn minnir meira á búningasafn sem er svo heillandi.

Ragnhildur Gísladóttir.
Ragnhildur Gísladóttir.

Bára Hólmgeirsdóttir, fatahönnuður og eigandi Aftur, hefur einstakan fatastíl sem er svolítið hippalegur á köflum en á sama hátt er hann afslappaður.

Bára Hólmgeirsdóttir.
Bára Hólmgeirsdóttir.

Heiða Magnúsdóttir, fjárfestir hefur sérlega fallegan stíl. Á dögunum mætti hún í rauðri Chloé-dragt þegar Sigga Heimis opnaði sýningu í Ásmundarsal.

Heiða Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Erla Sveinsdóttir, Björn Borg og Samúel ...
Heiða Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Erla Sveinsdóttir, Björn Borg og Samúel Jóhannsson mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og eigandi Andreu, hefur dömulegan og fallegan fatastíl. Hún elskar rauðan lit og leggur upp úr því að vera í stíl.

Andrea Magnúsdóttir.
Andrea Magnúsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Þessar voru einnig nefndar:

Dýrfinna Torfadóttir

Steinunn Ósk hárgreiðslukona

Dagný Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Landsvirkjun

Edda Andrésdóttir fréttaþulur.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

Í gær, 13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

Í gær, 10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í fyrradag Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í fyrradag „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »