Þetta eru best klæddu konur Íslands!

Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur.

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, kom, sá og sigraði þegar eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson varð forseti Íslands. Embætti eiginmannsins hefur haft mikil áhrif á fatastíl Elizu, sem hefur með tímanum orðið ein best klædda kona Íslands. Hún á orðið mjög gott safn sparifata sem nýtast vel við störf forsetafrúarinnar.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður hefur lengi verið talin ein best klædda kona Íslands. Tóta eins og hún er kölluð hefur sinn frumlega og einstaka fatastíl.

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. mbl.is/Rósa Braga

Erla Þórarinsdóttir listakona þykir hafa vandaðan og fallegan fatastíl.

Erla Þórarinsdóttir.
Erla Þórarinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, er alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Hrafnhildur er gjarnan í hvítum jökkum eða ljósbleikum en þessir tveir litir fara hennar dökku augum og dökka hári mjög vel.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ásamt dætrunum Aþenu Lind, Dögun París og Ísabellu …
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ásamt dætrunum Aþenu Lind, Dögun París og Ísabellu Ósk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir „Hún er smart, eðlileg og svona effortless smart. Hún er greinilega fyrir danska Ecouture-merkið sem notar náttúrulega efni í hönnun sinni, svona samfélagslega ábyrgt hönnunarfyrirtæki. Hún blandar líka venjulegum og hönnunarfatnaði vel saman,“ segir einn af þeim sem tilnefndu hana.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður hefur mesta glamour-stílinn af þeim sem komast hér á lista. Hún er algerlega óttalaus þegar kemur að fatavali og fatasamsetningum og elskar skraut og svo toppar litla bleika Prada-taskan allt en Dóra Júlía notar hana mikið.

DJ Dóra Júlía.
DJ Dóra Júlía. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S og Ellingsen, er alltaf fallega klædd. Það er alveg sama hvort Brynja er í útivistarfötum eða sparidressum – alltaf er hún smart.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður hefur þennan lekkera áreynslulausa stíl og ber alltaf af hvar sem hún kemur.

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður.
Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, er einstaklega smekklega klædd alltaf. Svörtu gleraugun setja svip sinn á heildarmyndina.

Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.
Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.

Karitas Sveinsdóttir, hönnuður hjá HAF Studio, er alltaf eins og klippt út úr tískublaði. Hún er mikið í þröngum buxum og fallegum jökkum með flaksandi hár og sparibros. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Karitas Sveinsdóttir hönnuður og eigandi HAF Studio.
Karitas Sveinsdóttir hönnuður og eigandi HAF Studio. mbl.is/Árni Sæberg

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vandaðan og góðan fataskáp.

Hildur Björnsdóttir.
Hildur Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari á Trendnet, er alltaf klædd nýjustu tísku og leggur mikið upp úr því að vera alltaf fersk þegar kemur að tískunni.

Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.

Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarmaður hefur alltaf þótt hafa áberandi fallegan stíl. Það er ekki hægt að segja að stíllinn sé látlaus því fataskápurinn minnir meira á búningasafn sem er svo heillandi.

Ragnhildur Gísladóttir.
Ragnhildur Gísladóttir.

Bára Hólmgeirsdóttir, fatahönnuður og eigandi Aftur, hefur einstakan fatastíl sem er svolítið hippalegur á köflum en á sama hátt er hann afslappaður.

Bára Hólmgeirsdóttir.
Bára Hólmgeirsdóttir.

Heiða Magnúsdóttir, fjárfestir hefur sérlega fallegan stíl. Á dögunum mætti hún í rauðri Chloé-dragt þegar Sigga Heimis opnaði sýningu í Ásmundarsal.

Heiða Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Erla Sveinsdóttir, Björn Borg og Samúel …
Heiða Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Erla Sveinsdóttir, Björn Borg og Samúel Jóhannsson mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og eigandi Andreu, hefur dömulegan og fallegan fatastíl. Hún elskar rauðan lit og leggur upp úr því að vera í stíl.

Andrea Magnúsdóttir.
Andrea Magnúsdóttir. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Þessar voru einnig nefndar:

Dýrfinna Torfadóttir

Steinunn Ósk hárgreiðslukona

Dagný Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Landsvirkjun

Edda Andrésdóttir fréttaþulur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál