Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Hægt er að blanda saman áferðum af varalitunum fyrir meira ...
Hægt er að blanda saman áferðum af varalitunum fyrir meira áberandi förðun.

„Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Nýverið kom á markað snyrtivörulínan Fall Chroma sem þeir unnu í samstarfi við franska snyrtihúsið Lancôme og er útkoman ferskt, litrík og frjálsleg. Pakkningarnar grípa augað samstundis og er skarpur bleikur litatónninn áberandi.

Förðunarlínan Fall Chroma er samstarf Lancôme og Proenza Schouler.
Förðunarlínan Fall Chroma er samstarf Lancôme og Proenza Schouler.
Bleiki liturinn er áberandi á pakkningum snyrtivaranna.
Bleiki liturinn er áberandi á pakkningum snyrtivaranna.

Hönnun Proenza Schouler endurspeglar sterkan og frjálsan kvenleika sem kemur skýrt fram í förðunarlínunni þar sem konur eru hvattar til að nota litina eins og þeim finnst þeir koma best út. ,,Proenza Schouler ýtir undir styrkleika kvenna og það er það sama og við hjá Lancôme höfum alltaf haft að leiðarljósi,” segir Francoise Lehmann, stjórnandi hjá Lancôme.

Chroma Eye Palette

Augnskuggapallettur með 10 litum, bæði mattir og sanseraðir. Það skemmtilega við pallettuna er að helmingur augnskugganna er með kremaðri áferð á meðan hinn helmingurinn er með púðuráferð. Með mismunandi áferðum geturðu leikið þér með litadýpt og förðunin endist lengur. Augnskuggapalletturnar koma í tveimur litasamsetningum en Warm Chroma inniheldur hlýja litatóna á meðan Cold Chroma býr yfir heldur kaldari tónum.

Chroma Eye Palette er augnskuggapalletta með 10 augnskuggum sem búa ...
Chroma Eye Palette er augnskuggapalletta með 10 augnskuggum sem búa bæði yfir kremuðum og púðurkenndum formúlum.
Chroma Eye Palette í litnum Warm Chroma.
Chroma Eye Palette í litnum Warm Chroma.
Chroma Eye Palette í litnum Cold Chroma.
Chroma Eye Palette í litnum Cold Chroma.


Ombre Hypnôse Kajal Chroma

Ein af mínum uppáhaldsvörum innan línunnar er Ombre Hypnôse Kajal Chroma en þessa kremuðu og langvarandi formúlu má nota sem augnblýant, augnskugga, kol eða jafnvel til að búa til freknur á húðina. Kemur í fjórum litum: svörtum, brúnum, grábrúnum og blágrænum.

Ombre Hypnôse Kajal Chroma er kremuð og langvarandi formúla á ...
Ombre Hypnôse Kajal Chroma er kremuð og langvarandi formúla á augun á meðan Lip Kajal er varalitur með tvenns konar áferð.

Lip Kajal x Proenza

Skemmtilegur varalitur sem býr yfir kajal á öðrum endanum og glossi á hinum. Kajal-inn má nota til að móta varirnar eða sem mattan varalit og svo má setja glossið yfir eða nota eitt og sér. Með því að blanda áferðunum færðu sterka og grafíska útkomu. Kemur í fjórum litatónum.

Lancôme Juicy Shaker er fljótandi varalitur sem er léttur á ...
Lancôme Juicy Shaker er fljótandi varalitur sem er léttur á vörunum og svo er hægt að toppa förðunina með naglalakki í stíl.

L’Absolu Rouge x Proenza

Innan línunnar eru fjórir varalitir með tveimur mismunandi áferðum. Litirnir Minimal Red og Graphic Orange koma í flauelskenndum áferðum á meðan Pure Nude og Abstract Burgundy búa yfir léttari þekju.

mbl.is

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

15:18 Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

09:14 Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

Í gær, 21:00 Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í gær Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

í gær Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í gær Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

í gær „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

í gær Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

í fyrradag Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

í fyrradag Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »

Eik Gísladóttir selur höllina

15.3. Eik Gísladóttir lífskúnstner og smekkmanneskja hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu. Eik hefur nostrað við húsið eins og sést á myndunum. Meira »

Get ég legið í sólbaði allan daginn á Tene?

15.3. „Hvernig er það. Ég er á leið til Tenerife og þrái að liggja í sólinni frá morgni til kvölds. Hvernig er það, ef ég smyr á mig sólarvörn, get ég þá verið í sólinni allan daginn?“ Meira »

Geggjuð útsýnisíbúð við Grænuhlíð

15.3. Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur ákaflega falleg 101 fm íbúð. Húsgögnum er fallega raðað upp í íbúðinni.   Meira »