Hár niður á mitt bak er „boring“

Harpa Ómarsdóttir hárgreiðslumeistari.
Harpa Ómarsdóttir hárgreiðslumeistari.

Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie hársnyrtistofu er ambassador label.m á Íslandi. Hún vann á sjö tískusýningum á tískuvikunni í Lundúnum á dögunum en hún er hluti af Toni&Guy-teyminu sem sá um hárið á ákveðnum sýningum. Harpa kom heim reynslunni ríkari.  

„Undirbúningur fyrir hverja sýningu tekur 3 - 4 klukkustundir en módelin eru 20-30 talsins og eru verkin ólík eins og þau eru mörg. Pam Hogg og Paul Costello voru ein virtustu nöfnin sem ég vann með þessa helgi og heiður að fá að taka þátt í þeim sýningum,“ segir Harpa.   

Hvað lærðir þú af því að taka þátt í tískuvikunni?

„Allt snýst þetta um að gera hárið óaðfinnanlegt sama hvernig „look“ er hannað fyrir hverja sýningu. Þetta er allt svo ótrúlega úthugsað. Skemmtilegast þykir mér hár sem er formfast og þessir litlu hlutir sem skipta máli. Verkefnin sem ég hef tekið þátt í erlendis hafa ekki aðeins bætt mig í hári, heldur einnig hjálpað mér þegar kemur að stærri viðburðum/verkefnum hér heima,“ segir Harpa. 

Hverjir eru nýjustu straumar og stefnur í faginu?

„Fagið okkar er svo ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt. Í ár er allt í tísku, maður á bara að setja pínu meira „töffarann“ í útkomuna, til dæmis hafa taglið frjálslegra, leyfa litlu „baby“ hárunum að njóta sín, „halfbun“ er æði með nýjum toppum, kreista krullur og liði fram sé það til staðar eða með hjálp hitajárna. Hárskraut er að gera allt vitlaust með skemmtilegum „statementum“, leyfum okkur að vera öðruvísi, kveikjum á töffaranum í okkur.“

Hvað eigum við að gera við hárið á okkur fyrir vorið til þess að uppfæra okkur?

„Sækjum í fallegt, glansandi, frjálslega liðað, pínu töff og skreytt hár.“

Hvað er alveg búið þegar kemur að hártískunni?

„Beinar þungar línur og hár niður á mitt bak er pínu „boring“.

Hvaða hárefni finnst þér mest spennandi þessa dagana?

„Nýja label.m curl difine foam, froða fyrir liðað/krullað hár sem þyngir ekki hárið og label.m ANTI-FRIZZ mist-hitavörn sem flýtir fyrir þurrkun allt að 35% og róar úfið hár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál