Hvernig endist varaliturinn sem lengst?

Margot Robbie með bláan augnskugga.
Margot Robbie með bláan augnskugga. mbl.is/AFP

Það þekkja það margir að eiga í erfiðleikum með að láta varalitinn endast. Förðunarfræðingurinn Pati Dubroff sem farðar stjörnur á borð við Margot Robbie og Priyönku Chopra er búin að koma sér upp góðri varalitatækni eins og fram kemur í viðtali við hana á Refinery29

Dubroff sá um að farða Robbie á BAFTA-verðlaununum en blár augnmálingin sem Robbie skartaði vakti mikla athygli. Hún farðaði síðan Chopra fyrir eftirpartý Óskarsverðlaunanna. 

Varaumhirða skiptir öllu máli að mati Dubroff en hún segir afa mikilvægt að vera ekki með þurrar varir. 

Síðan segist hún nota puttana í varalitinn. Hún notar því ekki pensla eins og margir förðunarfræðingar. Í stað þess pressir hún varalitnum með puttunum en hún heldur því fram að liturinn endist betur með aðferðinni. Stundum notar hún mismunandi litatóna, til dæmis dökkan eða ljósan lit í miðjuna. 

Priyanka Chopra með förðun Pati Dubroff.
Priyanka Chopra með förðun Pati Dubroff. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál