Loksins kemur Ganni og 66°Norður í sölu

66°Norður og danska kvenfatamerkið Ganni hófu samstarf í ágúst í fyrra þegar ný sumarlína var kynnt. Sumarlínan samanstendur af fjórum flíkum, flísvesti og þremur jökkum. Allar vörurnar í samstarfinu eru úr tæknilegum efnum og framleiddar af 66°Norður í takmörkuðu upplagi. Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir línunni en þeirri bið er nú að ljúka því hún fer í sölu í verslun 66°Norður á Laugavegi á morgun, föstudag.

Hönnunarteymi 66°Norður og Ganni unnu saman að nýju sumarlínunni sem sameinar gildi og arfleifð beggja merkja. ,,Ég elska að vinna með and­stæður, það er hluti af okkar DNA, og það að vinna með 66°Norður við að búa til tæknilegan fatnað úr tæknilegum efnum gefur sumarlínu okkar skemmtilega og nýja vídd," segir Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi Ganni.

Fyrirtækin kynntu áframhaldandi samstarf á tískuvikunni í Kaupmannahöfn núna í ágúst fyrir veturinn 2019.

„Eftir vel heppnað samstarf fyrirtækjanna á sumarlínunni sem er nú að koma í verslanir var eðlilegt framhald að hanna vetrarlínu og gera það með alveg nýrri nálgun, sem að mínu mati tókst framúrskarandi vel,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Vetrarlínan sem kemur í verslanir í haust mun samanstanda af dúnúlpu, dúnvesti, kjól, trefli og tösku. Innblástur fyrir nýju línuna var sóttur í vetrarlínu og sjófataarfleifð 66°Norður með skemmtilegum og ferskum blæ frá danska kvenfatamerkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál