Steldu frekar stíl Freys Gígju en Villa

Freyr Gígja er meira fyrir bláa vindjakka en Vilhjálmur H. …
Freyr Gígja er meira fyrir bláa vindjakka en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sem hefur meiri áhuga á góðu safni af frökkum með loðfeldum. Samsett mynd

Fatastíll lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hefur fengið að njóta sín í fréttum vikunnar en Vilhjálmur er þekktur fyrir áhuga sinn á fínum fötum eins Smartland fór yfir í lok febrúar. Það var þó fréttamaður RÚV, Freyr Gígja Gunnarsson, sem stal athyglinni í vikunni þegar þeir Vilhjálmur og Freyr birtust saman á mynd. Freyr Gígja þykir ef til vill alþýðlegri en lögmaðurinn knái.

Twitter-notandinn Gunnar Már Gunnarsson sá ástæðu til þess að taka saman hvernig áhugasamir gætu stolið stíl Freys og birti mynd af umræddri mynd á Twitter.

Freyr Gígja er ekki með alveg jafn dýran stíl og lögmaðurinn. Ef farið er að ráðum Gunnars á Twitter er hægt að líkja eftir stíl Freys með því að kaupa buxur í Dressmann, vindjakka í H&M og flotta skógarhöggsmannaskyrtu frá Carhartt-merkinu. Klassísk svört fartölva setur svo punktinn yfir i-ið en ekki nýmóðins silfruð Apple-tölva eða eitthvað þeim mun tæknilegra. 

Twitter-notandinn Gunnar Már Gunnarsson fann út úr því hvernig má …
Twitter-notandinn Gunnar Már Gunnarsson fann út úr því hvernig má líkja eftir fatastíl Freys Gígju. skjáskot/Twitter
mbl.is