Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

Urban Decay kynnti til leiks nýjustu augnskuggapallettu þeirra sem ber …
Urban Decay kynnti til leiks nýjustu augnskuggapallettu þeirra sem ber nafnið Naked Reloaded.

Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar.

Árið 2011 kom augnskuggapalletta á markað sem átti eftir að breyta snyrtibransanum en hún bar nafnið Naked og var hönnuð af Urban Decay. Líklega var erfiðara að ná sér í eintak af þeirri pallettu en að ná í forsetann. Ég eyddi talsverðum tíma að sannfæra Ameríkufara að koma við í Sephora og kaupa eitt stykki handa mér og endaði það með sérstakri ferð minni til New York að kaupa blessuðu pallettuna. Í dag er veruleikinn annar, Urban Decay er fáanlegt á Íslandi og hefur merkið gefið út nokkrar litaútgáfur innan Naked-fjölskyldunnar en í fyrra var tilkynnt að hætt yrði framleiðslu á hinni upprunalegu Naked-augnskuggapallettu. Margir urðu sárir og vissu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að farða sig í framtíðinni en Urban Decay lofaði að fyrr en síðar kæmi ný og endurpætt augnskuggapalletta í hennar stað.

Nude-förðun getur verið á ýmsan hátt og Naked Reloaded færir …
Nude-förðun getur verið á ýmsan hátt og Naked Reloaded færir þér tólf augnskugga til að fullkomna augnförðunina.

Naked Reloaded var kynnt til leiks í byrjun mánaðar og segir Urban Decay að þetta sé hinir nýju litatónar sem einkenna nude-förðun í dag. Augnskuggapallettan inniheldur 12 augnskugga, þar af eru 11 þeirra glænýir litir frá Urban Decay. Formúlan er án parabena, þalata, SLS og SLES og er „cruelty free“. Litirnir eru ótrúlega fallegir og hef ég notað þessa augnskugga nær eingöngu þennan mánuðinn og get ég svo sannarlega mælt með þessari pallettu fyrir alla á öllum aldri.

Augnskuggarnir eru hver öðrum fallegri og auðveldir í notkun.
Augnskuggarnir eru hver öðrum fallegri og auðveldir í notkun.

Það getur verið gott að byrja förðunina á sérstökum augnskuggagrunni en hann er borinn á hreint augnlokið og svo skaparðu þá augnförðun sem þér dettur í hug. Augnskuggagrunnurinn eykur endingu augnförðunarinnar. Urban Decay Eyeshadow Primer Potion er einn vinsælasti augnskuggagrunnurinn og því tilvalinn til að nota með Urban Decay Naked Reloaded-augnskuggapallettunni.

Urban Decay Eyeshadow Primer Potion.
Urban Decay Eyeshadow Primer Potion.

Toppaðu förðunina með 24/7 Glide-On Eye Pencil en líklega státar Urban Decay af einu besta litaútrvalinu á markaðnum þegar kemur að þessum augnblýöntum og þeir endast allan daginn á augunum. 

Brúnir tónar eru klassískir og fara vel við allt.
Brúnir tónar eru klassískir og fara vel við allt.
Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil í litnum Demolition.
Urban Decay 24/7 Glide-On Eye Pencil í litnum Demolition.
Augnblýantarnir frá Urban Decay koma í fjölmörgum litum og endist …
Augnblýantarnir frá Urban Decay koma í fjölmörgum litum og endist formúlan sérlega vel á augunum.Fylgstu með bak við tjöldin:

Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is