Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?
Er sólarvörn krabbameinsvaldandi? Ljósmynd/Pxhere

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Hæ. 

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

Kveðja, ein hrædd. 

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Sæl. 

Þetta hefur verið hvimleið mýta undanfarin ár og skapað hræðslu og vantrú hjá fólki. Það eru engar vísindalegar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að innihaldsefnin í sólarvörnum séu krabbameinsvaldandi. Vísindalegar rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á ótvíræð tengsl á milli sólarnotkunar og húðkrabbmeina, þ.e.a.s. því meiri sólarnotkun því meiri áhætta á húðkrabbameini á lífsleiðinni. Það er því ekki spurning um að nota sólarvarnir til að verja húðina.

Kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál