Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á Trendnet er nýkomin heim frá Arizona þar sem hún kynnti sér Studíó línu H&M. 

„Ég get svo sannarlega gefið Studio-línunni hæstu einkunn með bros á vör. Ég hef alltaf verið hrifin af þessu concepti frá H&M og áður fylgst spennt með tískusýningunni í beinni frá París þar sem þau hafa sýnt línuna hingað til. Í ár fóru þau aðra og kannski frumlegri og skemmtilegri leið þar sem þau buðu fólki frá öllum heimshornum á þennan einstaka stað, Sedona í Arizona. Þar var búið að setja saman einskonar gagnvirkt leikhús og tilfinningin var smá eins og maður hefði stigið inní bíómynd. Þar var línan kynnt á marvíslegan hátt og má þar nefna dæmi að gestir völdu sínar uppáhalds flíkur og stíliserðu myndatöku sjálf, þannig verður nálgunin á línuna aðeins persónulegri að mínu mati.

Studio SS19 ber heitið GLAM traveller sem kannski er hægt að þýða á íslensku sem „lúxus ferðalangur” og það passar vel við alla léttu kjólana og litapallettuna sem var innblásin frá SEDONA - og ó sú fegurð sem sú palletta er! Ég held að Íslendingar verði mjög hrifnir af þessari sumarlínu því hún inniheldur ekki bara þessar týpísku sumarflíkur heldur líka síðbuxur, yfirhafnir og leðurskó - þó hún innihaldi líka derhúfu og sundfatnað. Þá eru mikið um jarðliti og ekkert æpandi sem eykur notkunarmöguleika og hentar mínum stíl einstaklega vel,“ segir Elísabet sem er alveg heilluð af Arizona. 

„Það var einstakt að upplifa Arizona og þá sérstaklega Sedona þar sem viðburðurinn var haldinn. H&M gerði upplifunina enn betri með prógrammi sem gat ekki klikkað. Þar stóð jeppasafarí og lokakvöldverður upp úr en áhugasamir geta lesið um öll smáatriði á blogginu hjá mér á www.trendnet.is. Sedona er einn af fallegri stöðum sem ég hef heimsótt. Næstum því jafn fallegt og Ísland.“

Hver er flottasta flíkin í línunni að þínu mati?

„Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli en á samt nokkrar uppáhalds. Elska támjóu leðurskóna, marglitaða kjólinn, sebra samfestinginn, alla jakkana (ég er með blæti fyrir yfirhöfnum), hör suitið og fleira. Hettupeysan er líka must have. Er ég mögulega búin að telja upp alla línuna í heild sinni? Kannski alveg óvart.“

Hvað dreymir þig um fyrir vorið?

„Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu. Ég rakst einnig á ein frá Ganni um helgina sem eru algjör draumur, þau eru þó ekki tímalaus og því veit ég ekki hvort buddan samþykki þau.

Annars langar mig að klæðast sokkabuxum við stuttbuxur í vor og reyna að púlla það lúkk þangað til ég má fara úr þeim og vera einungis í stuttbuxunum berleggja - sem verður sjaldan á Íslandi ef sumarið verður eins og í fyrra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál