Er bótox hættulegt?

Bótox er vinsælt hjá báðum kynjum.
Bótox er vinsælt hjá báðum kynjum.

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox.

Sæl Jenna,

ég er komin yfir fertugt, farin að mynda línur og hrukkur en er skíthrædd við bótox og fylliefni. Held að það eigi ekki við mig. Er eitthvað annað sem ég gæti gert til að minnka hrukkurnar?

Kveðja, BB

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

 

Sæl BB.

Já, að sjálfsögðu er margt annað hægt að gera. Ástæðan fyrir því að bótox og fylliefni eru svona vinsæl er einungis að þetta eru langáhrifaríkustu meðferðirnar. Það sem ég myndi ráðleggja þér að gera er fyrst og fremst að huga að húðumhirðunni, nota sólarvörn með SPF faktor 30-50 í fyrirbyggjandi skyni ásamt andoxunarefnum eins og Ferulic sýru, C og E vítamíni. Til að byggja aftur upp húðina eru tvenns konar krem sem hafa sýnt fram á virkni í klínískum rannsóknum og það eru retinóíða-kremin og AHA-sýrukremin. Þetta eru mjög virk efni og ég myndi ráðleggja þér að fá ráðgjöf hjá þínum húðlækni áður en þú byrjar að nota þau. Retinóíða-kremin og AHA-kremin virka bæði með því að örva kollagenframleiðslu húðarinnar en virka á ólíkan hátt. Í rauninni er best að nota þessi tvö ólíku krem saman. Með aldri þykknar ysta lag húðarinnar og húðin verður þurrari og vantar gljáa. Ávaxtasýrunar fjarlægja dauðar húðfrumur af þessu ysta lagi húðarinnar, þynna það, og gera bæði rakakremum og virkum kremum gegn öldrun húðarinnar léttara fyrir að komast dýpra í húðina. Það er því mjög gott að nota AHA-sýrukremin til að greiða leiðina fyrir retinóíða-kremin djúpt í húðina til að örva náttúrulega starfsemi og endurnýjun húðarinnar. Þetta er í rauninni eitthvað sem allir ættu að huga að til að viðhalda heilbrigði húðarinnar og koma í veg fyrir ótímabæra öldrun. Ef þig langar að gera eitthvað meira þá myndi ég ráðleggja þér lasermeðferð eða „skin rejuvenation“ með laser. Það eru nokkrar tegundir fáanlegar í dag en picolaserinn er nýjasta tæknin og sá öflugasti. Ég myndi því tvímælalaust mæla með honum. Þessi laser fer djúpt ofan í leðurhúðina og örvar nýmyndun kollagens og byggir þannig upp húðina. Þessar breytingar gerast hægt en örugglega og breyta ekkert svipbrigðum andlitsins sem sumum líkar ekki við þegar bótox og fylliefni eru notuð. Vona að ég hafi ekki flækt málin mikið fyrir þér en eins og þú sérð eru margar aðrar meðferðir en bótox og fylliefni í boði og um að gera að fá ráðgjöf hjá húðlækni eða lýtalækni til að finna út hvað hentar þér best.

Kær kveðja, Jenna Huld Eysteinsdóttir.

Sæl Jenna.

Ég er með spurningu. Er bótox hættulegt?

Kveðja, KK

Sæl KK.

Nei, bótox er ekki hættulegt og í rauninni engum alvarlegum aukaverkunum lýst af völdum bótox frá upphafi notkunar. Bótox er algengasta fegrunarmeðferðin í dag og voru t.d. 7,2 milljónir bótox-meðferða framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2017. Bótox er vöðvaslakandi prótein sem mildar línur og hrukkur í húð. Algeng meðferðarsvæði er milli augna, enni og kringum augu. Einnig er bótox mikið notað í læknisfræðilegum tilgangi eins og t.d. gegn óhóflegri svitamyndun í holhöndum. Þetta er sem sagt örugg meðferð og sársauki lítill sem enginn og batatími lítill. Ókosturinn er að það þarf að endurtaka meðferðina á 3-6 mánaða fresti til þess að viðhalda því yfirbragði sem óskað er eftir. Algengt er að koma 1-2 sinnum á ári í meðferð. Vert er þó að taka fram að einungis læknar með viðeigandi réttindi og sérfræðikunnáttu í þessari meðferð mega gefa bótox.

Kveðja, Jenna Huld.

Hér sést fyrir og eftir bótox.
Hér sést fyrir og eftir bótox.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál