Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

RAAW by Trice-vörurnar eru lífrænt vottaðar, búnar til úr náttúrulegum …
RAAW by Trice-vörurnar eru lífrænt vottaðar, búnar til úr náttúrulegum efnum.

RAAW by Trice er vörulína sem þeir er huga að heilsunni út frá heildrænni nálgun aðhyllast. Snyrtivörulínan er búin til af Trice Angie Christiansen sem gafst upp á að nota hefðbundnar snyrtivörur frá öðrum línum þar sem hún steyptist út í ofnæmi og öðrum óþægindum eftir notkun þeirra. 

RAAW by Trice eru lífrænt vottaðar vörur búnar til úr 100% náttúrulegum efnum á heiðarlegan hátt. Christiansen hóf framleiðsluna heima hjá sér og notaði vörurnar í fyrstu einungis á sér sjálfri. Hún þróaði uppskriftirnar með því að kafa ofan í austurlensk fræði og kínverska visku og blandar fornum hefðum við nýja tækni. 

Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Ilmurinn af olíunni er þannig að maður getur ekki hætt að nota hana. Sumir mæla með að nota hana einnig á handarbakið, til að gera það sléttara og fallegra. 

Rósaberjaolían þykir einnig frábær til að róa húðina og eyða bólgum. Olían er rík af A- og C-vítamínum ásamt Omega 3. Rósaber byggja upp húðina og rósaviður sem er einnig í blöndunni kemur jafnvægi á húðina. Í olíunni er einnig kukui-viðurinn sem kemur frá Hawaii. Hann fer djúpt ofan í húðina og eykur teygjanleika hennar og endurnærir svo áhrifin sjást fljótt á húðinni. 

Augnolían gerir mikið fyrir augun. Hún er rík af andoxunarefnum, minnkar bólgur og lýsir upp dökka bletti í húðinni. 

Olíurnar koma þrjár í pakka í handhægum umbúðum. Hér má …
Olíurnar koma þrjár í pakka í handhægum umbúðum. Hér má sjá augnolíuna, bláu töfradropana og rósarolíuna.

Danska íþróttakonan Amalie Wichmann notar bláu fegrunardropana til að gera húðina betri á dögum þegar bólurnar eru að brjótast út hjá henni. Victoria's Secret-fyrirsætan Jasmine Tookes notar augnserum þegar hún ferðast til að minnka bólgunar undir augunum. Olíurnar eru seldar þrjár saman í pakka í 10 ml glösum. Mjög handhægar umbúðir til að hafa í handtöskunni og til að ferðast með. Olíurnar má nota kvölds og morgna. 

RAAW by Trice-snyrtivörurnar fást um þessar mundir í Matthilda í Kringlunni. 

Amalie Wichmann notar bláu fegrunardropana og segir að þeir hafi …
Amalie Wichmann notar bláu fegrunardropana og segir að þeir hafi bjargað henni oft frá bóluvandamálum sem koma upp reglulega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál