Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt á?
Ertu að spreyja ilmvatninu rétt á? ljósmynd/Pexels.com

Ilmvötn endast mislengi á líkama fólks og hefur það meðal annars að gera með húð fólks en einnig hvernig ilmvatn er sett á líkama. Sumir kjósa að spreyja ilmvatninu á úlnliði, nudda svo saman úlnliðunum og nudda svo jafnvel hálsinn, en er það rétta aðferðin?

Ilmvatnssérfræðingur fór meðal annars yfir það hvernig ilmvötn virka á vef Daily Mail. Segir hann einfaldast í heimi að setja á sig ilmvatn, fólk eigi einfaldlega að spreyja því. Hann hvetur fólk til að forðast að nudda saman úlnliðum eftir notkun rétt eins og margir gera. Segir hann að með þessu sé fólk að eyðileggja lyktina. 

Hann mælir frekar með því að spreyja ilmvatni á hina ýmsu staði líkamans þar á meðal fyrir neðan eyrnasneplana, innanverða olnboga, aftan á hnén, ökkla, innanverða úlnliði og hálsinn. Aðra góða staði segir hann vera brjóstaskoruna, axlir, aftanverðan hálsinn við hárlínuna. Einnig bendir hann á að sumar konur kjósi að spreyja ilmvatni á innanverð læri sín. 

Mælir hann einnig með því að spreyja ilmvatninu í 20 sentimetra fjarlægð frá húðinni. Segir hann það hjálpa lyktinni að endast lengur en mikið af ilmvatni sem fer á einn lítinn stað. 

Það á einfaldlega að spreyja ilmvatninu.
Það á einfaldlega að spreyja ilmvatninu. ljósmynd/Pexels.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál