Er hægt að fjarlægja húðsepa?

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. H'er er hún spurð um upphleypta bletti á hálsinum. 

Sæl.

Ég er með upphleypta bletti á hálsinum og niður á bringu, held að annað orð yfir þetta séu húðsepar. Þetta pirrar mig og oft klæjar mig í þetta. Er eitthvert mál að láta fjarlægja þetta?

Kveðja, S

Komdu sæl og takk fyrir spurninguna. Nei, það er ekkert mál að láta fjarlægja þetta ef þetta eru húðsepar. Þá yfirleitt er hægt að skafa þá eða klippa af á einfaldan hátt. Getur pantað tíma hjá heimilislækninum þínum eða húðlækni til að láta fjarlægja þetta.

Kær kveðja,

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál