Svona felur Baldur „skallann“

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro-hárheildsölunnar er ekkert feiminn við að nota öll trixin í bókinni til að minnka sýnileika „skallans“. Hann er alls ekki einn á ferð í þessum hugleiðingum því „skallinn“ getur verið mikið feimnismál hjá körlum. 

Hér sýnir Baldur Rafn hvaða trix hann notar til að græja sig en það er ekki bara hárið sem er í forgrunni heldur hugsar hann vel um húðina og skeggið. 

Baldur Rafn notar til dæmis litað dagkrem frá Marc Inbane og líka brúnkusprey frá sama merki. Þetta gerir hann til að jafna út húðlitinn og fá frísklegra útlit. 

Til þess að fá meiri lyftingu í hárið notar hann sjampó og hárefni úr Energizing-línunni frá Davines. Hann segir að það sé mjög gott til að byggja upp hárið. 

Nú svo er það aðalskallatrixið og það er þurrsjampó með brúnum lit frá label.m. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál