Tími til að taka til og næla sér í peninga

Rakel Guðmundsdóttir tekur þátt í markaði fyrrverandi starfsmanna WOW air …
Rakel Guðmundsdóttir tekur þátt í markaði fyrrverandi starfsmanna WOW air á laugardaginn.

Rakel Guðmundsdóttir hafði starfað sem flugfreyja hja WOW air í tvö ár þegar hún missti vinnuna í lok mars. Hún er ein af þeim sem starfaði hjá WOW sem tekur þátt í markaði fyrrverandi starfsmanna laugardaginn 13. apríl. Rakel segist stemminguna fyrir markaðnum góða. 

„Við höfum verið að hittast mjög mikið síðan starfsemin hætti. Við vorum öll að lenda í því sama svo stuðningur hvert annars skiptir miklu máli. Við erum öll á leið hvert í sína áttina svo við höfum verið dugleg að hittast til þess að halda hópinn og missa ekki vinatengslin þrátt fyrir að vinna ekki lengur saman,“ segir Rakel.

Hægt verður að gera góð kaup á markaðnum eins og sést á meðfylgjandi myndum. Sjálf segist Rakel ætla að selja föt sem hún hefur lítið notað, íþróttaföt, ónotaðar snyrtivörur, skartgripi og eitthvað af barnafötum. 

Verslaðir þú mikið í Ameríkustoppum? 

„Já já, það er alveg hægt að segja það. Ég verslaði helst snyrtivörur og íþróttaföt. En að sjálfsögðu missti maður sig oft í Target þar sem er mikill verðmunur á leikföngum, barnadóti, heimilisvörum og hreinsivörum miðað við hérna heima,“ segir Rakel.

Lítur fólk á markaðinn sem kærkomið tækifæri til þess að gera vohreingerningu eða tekur þátt vegna þess að það á erfitt með að ná endum saman vegna ógreiddra launa?

„Ég myndi segja að það væri kannski blanda af hvoru tveggja. Nú gefst loksins tími til að taka til í skápunum og gefa hlutunum sem maður notar ekki nýtt líf hjá einhverjum og á sama tíma næla sér í smá pening. Það var vissulega mikið högg að fá ekki launin sem við gerðum ráð fyrir en við viljum þakka FFÍ, ASÍ og VR fyrir að veita okkur ómetanlegan stuðning og mikla aðstoð á erfiðum tímum.“

Markaðurinn fer fram í sal við hliðina á Bónus í Holtagörðum laugardaginn 13. apríl frá klukkan 12 til 18. Hér má sjá viðburðinn á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál