Kvenskörungar sem geta allt

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var með glæsilega tískusýningu í tengslum við HönnunarMars í Listasafni Reykjavíkur. Stór hópur fólks lagði hönd á plóg til að gera sýninguna ógleymanlega. Dansarar með Aðalheiði Halldórsdóttur danshöfundi brutu upp þetta hefðbundna tískusýningarform og segir Hildur að tónlistin hafi verið með skilaboðum um jafnrétti kynjanna en flutningur var í höndum söngkonunnar Mr. Silla og Davíð Berndsen aðstoðaði við að útsetja lögin.

„Okkur langaði að hafa sýninguna skemmtilega en samt með boðskap um hina sterku konu.  Það voru svo sýningardömur af öllum aldri, stærðum og gerðum sem sýndu fötin. Þetta eru konur sem veita okkur innblástur og var frábært að fá þær í mátun meðan á ferlinu stóð að fá þeirra sýn á línuna,“ segir hún. 

Ísak Freyr farðaði fyrirsæturnar en hann býr og starfar í Lundúnum og hefur farðað margar af frægustu stjörnum heims. Steinunn Ósk greiddi fyrirsætunum og notaði vörur frá label.m til þess að útkoman yrði sem best. Þegar Hildur er spurð að því hvers vegna henni finnist mikilvægt að búa til svona flotta og veglega sýningu segir hún að hönnun sé listform og með línunni sé verið að segja ákveðna sögu. 

„Hönnun er listform, með línunni vorum við að segja ákveðna sögu, sköpuðum heilan heim í kringum hana. Okkur langaði að þessu sinni að sýna hann.“ 

Hvaða áherslur ertu að vinna með í þessari línu?

„Við vorum að vinna með þessa sterku konu sem lætur ekkert stoppa sig til þess að láta drauma sína rætast.“

Hver er markhópurinn þinn fyrir þessa línu?

„Eins og kom fram í sýningunni þá erum við að gera föt fyrir konur af öllum stærðum og gerðum, á öllum aldri. Þetta snýst mikið frekar um innri mann, þetta eru föt fyrir töffara,“ segir Hildur. 

Hvaða efni ertu að nota?

„Það var kúrekaþema í sýningunni, við unnum mikið með alls kyns denim-efni bæði í efnaprufum sem enduðu í prentum og prentuðum gallaefnum. Einnig er mikið af fallegum silkiefnum og sparilegum viscose-efnum, pallíettu og glansefnum.“

Hvernig eru sniðin að breytast?

„Það var mikið um snið innblásin frá villta vestrinu og háskakvendunum sem það ól af sér. Gallafatasett, gallajakkar og kápur og t-shirts. Það eru einnig ýmiss konar kjólar, bæði langerma en að þessu sinni erum við með nokkrar týpur af hlýrakjólum. Við gerum margs konar snið svo flestar konur ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra vexti,“ segir Hildur. Þeir sem geta ekki beðið eftir línunni ættu að geta glaðst núna því línan er komin í verslun Hildar Yeoman á Skólavörðustíg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál