Í venjulegum almúgafötum í fríinu

Úlpan er greinilega í uppáhaldi hjá hertogaynjunni.
Úlpan er greinilega í uppáhaldi hjá hertogaynjunni. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja á líklega veglegri fataskáp eða -herbergi en flestar konur. Þegar hún eyðir tíma með fjölskyldu sinni í páskafríinu er hún þó eins og hver önnur þriggja barna móðir í gönguskóm með sokkana yfir gallabuxunum. 

Þau Vilhjálmur og Katrín sáust njóta þess að vera í sveitinni um síðustu helgi ásamt tveimur elstu börnum sínum þeim Georgi og Karlottu. Með hjónunum var frænka Vilhjálms og dóttir Önnu prinsessu, Zara Tindall og fjölskylda hennar. 

Daily Mail gerði ýtarlega greiningu á fötum fólksins en Katrín klæddist blárri úlpu frá Barbour sem hún hefur áður sést í. Kostar úlpan 159 pund eða um 25 þúsund íslenskar krónu á vef John Lewis. Undir úlpunni var hún í peysu og ódýrri skyrtu frá TopShop og í svörtum gallabuxum sem hún sést oft í. Hún var síðan í gönguskóm frá Berghaus með sokkana yfir buxunum. 

Vilhjálmur Bretaprins var í tveggja ára gömlum Nike-skóm og Georg var sömuleiðis í Nike-skóm, gallabuxum og flíspeysu frá Columbia sem kostar ekki meira en fjögur þúsund krónur. Frænka hans Mia Tindall sást svo í fötum frá H&M. 

Katrín sést gjarnan í bláu úlpunni og svörtu gallabuxunum.
Katrín sést gjarnan í bláu úlpunni og svörtu gallabuxunum. mbl.is/AFP
mbl.is