Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

Baldur Rafn Gylfason.
Baldur Rafn Gylfason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils. Segjum að svo sé, þá eru 20 ár ágætisaðlögunartími fyrir þessi örfáu trix sem ég ætla að impra á fyrir karlmenn, hvort sem við köllum okkur unga, gamla, metro, mjúka, grjótharða, samkynhneigða, gagnkynhneigða eða bara allur pakkinn,“ segir Baldur Rafn Gylfason í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

1. Hárið er auðvitað guðs gjöf en gallinn er að stundum endist sú gjöf ekki alveg út ævina og oft mun styttra en það, og eins og við vitum þá eru margir þættir sem gera það að verkum sem ég ætla ekki að þreyta ykkur á að blaðra um en það vinsælasta þar eru bara blessuð genin sem okkur voru gefin. 

Við erum bara oft svo andskoti erfiðir að taka ráðleggingum og fara eftir leiðbeiningum að þótt við séum jafnvel með einhver super efni sem eiga að hjálpa til fylgjum við leiðbeiningunum ekki nóg til að virknin sé eins og hún á að vera.  

Báðir afar mínir voru komnir með þunnt hár og einhvers konar skalla milli 30 og 40 ára og því myndi ég áætla og hef alltaf haldið að það sama myndi gilda um mig.  

Ég vil trúa því að fyrst þetta er mitt fag og ég hef alltaf notað góðar vörur hafi ég náð að lengja minn frest á að missa meira af hárinu, ég held að það sé alla vega þess virði að reyna eins og hægt er. Það sem ég er að nota núna og í ansi góðan tíma eru vörur frá Davines sem eru sérstaklega með það markmið að styrkja, herða, auka hárvöxt og minnka hárlos. Þetta er smá system en ef það virkar er ég alveg til. Þetta eru þrjú efni, sjampó, lotion sem ég set í á morgnana og ákveðnir dropar á kvöldin. Þetta er úr línu sem heitir Energizing í Davines. 

2. Það er algjörlega eitt sem ég er búinn að berjast fyrir í ansi mörg ár hjá karlmönnum en það er að blása/þurrka hárið eftir sturtuna og setja Sea salt, Thickening tonic eða álíka efni í á undan. Ef þetta er gert verður hárið mun þéttara, lyftist frá hársverðinum og endist mun lengur. Með þessu þarftu líka að nota mun minna af mótunarefnum eins og vöxum og gelum. 

3. Svo er það skemmtilegasta leynitrixið mitt með Dry Shampoo Brunette. Hversu næs er það að geta spreyj aðeins í skallann og BÚMM! Skallinn farinn. Það sem gerir þetta magnað er að þetta er þurrsjampó þannig að þegar þetta er þornað á u.þ.b. 1 mínútu finnur maður ekki eitthvað sé í hárinu. Það er bara einn litur til í þessu en honum er hægt að stjórna ansi vel eftir hversu mikið maður notar og hversu nálægt maður fer þegar maður spreyjar. Það er ekki hægt að nota þetta í blautt hárið og best ef maður er búinn að þurrka það og ef á að setja vax líka er oft bara best að vera búinn að því. Þetta efni er jafnt fyrir karla og konur og ég nota það til að fríska upp á litinn eða hylja gráu hárin eða rótina ef einhverjir dagar eru í næstu litun.  

4. Skeggið er eiginlega meira stúss en hárið og hugsanlega út af því að við erum oft ekki eins vanir að vinna með það en ég vil meina að það sé eins mikið höfuðdjásn og hárið sjálft og því gott að gefa sér smá tíma að læra aðeins inn á það. Oft og tíðum vilja menn verða þurrir í skeggrótinni, þá er gott að hafa í huga að rótin eða húðin undir skegginu er bara húð eða eins og hársvörður og þarf stundum að næra með einhverjum olíum og ef það er kominn þurrkur þá er t.d. algjör snilld að nota Purifying-sjampó frá Davines. Það er fyrir þurran hársvörð og virkar alveg eins á skeggið og háriðÞað er gott að setja olíu eða krem áður en skeggið er blásið, það fær skeggið til að hlýða betur. Hjá mér í uppáhaldi núna eru þrjú efni sem svínvirka fyrir mig.

-Olía sem ég set fyrst í til að fá raka í skeggið og í húðina, hún er frá merki sem heitir Brooklyn Soap Company. 

-Grooming Cream frá label.m er krem sem ég set næst sem gerir meira úr skegginu og fær það til að hlýða betur þegar ég bs það. 

-Sculpting Pomade frá label.m er algjör snilld til að setja yfir í lokin til að móta það, báðar vörurnar númer 2 og 3 eru líka frábærar í hárið þitt. Sculpting Pomade er eins og gæjarnir í Mad Men-þáttunum notuðu líklega, þar sem hárið er blásið flott og svo er það sett yfir til að fá súper glans og hald.

5. Auðvitað ef á að taka lúkkið alla leið þá er alveg í lagi að fá smá tan. Það sem er magnað við Marc Inbane er að það er svo rosalega auðvelt að bera á og erfitt að klúðra. Það vinnur með þínum húðtóni og má segja að þú verðir bara eins og þú hafir verið í nokkra daga á Tene. Það verður ekki flekkótt þegar það fer að fara, það er mikill plús. Annar risaplús fyrir mann eins og mig með ljósar augabrúnir og á sumum stöðum ljóst í skegginu er að tanið festist ekkert í því og verður appelsínugult, það sér maður ansi oft og er ekkert sérstaklega spennandi nema maður elski appelsínugulan, ég nefni engan á nafn en ég á vin sem ég held að elski þann lit, hugsanlega nefni ég þetta pent við hann næst þegar við fáum okkur kaldan... Marc Inbane er hægt að kaupa í netversluninni www.marcinbane.is og á sölustöðum víðs vegar um landið. 

Ég á alltaf aðeins extra ef þarf til, en það er dagkrem með smá lit í, það getur reddað ótrúlegustu hlutum ef tanið dugar ekki alveg.

Augndropar, veit ekki hvort ég má mæla með þeim en geri það nú samt því að fá fersk augu eftir eða fyrir erfiða helgi er alveg ágætt og gott að hafa á kantinum. 

Held að þetta sé komið gott í bili fyrir okkur strákana og vona ég að einhverjir örfáir hlutir hafi höfðað til þín og vonandi nýtist þér vel.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál