Flegnasti kjóllinn var redding

Jennifer Lopez árið 2000 á Grammy-hátíðinni.
Jennifer Lopez árið 2000 á Grammy-hátíðinni. AFP

Einn umdeildasti kjóll síðustu 20 ára er græni kjóllinn sem söngkonan Jennifer Lopez klæddist á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000. Kjólnum gleyma fáir enda var hann ekki bara gegnsær heldur fleginn niður fyrir nafla. Lopez greindi frá sögunni á bak við kjólinn á Youtube. 

Lopez var tilnefnd til Grammy-verðlauna og varð að mæta á hátíðina. Hún hafði hins vegar engan tíma til þess að máta kjóla enda stóðu akkúrat yfir tökur á myndinni The Wedding Planner. Kjólinn valdi hún því sama dag og verðlaunin voru afhent og hafði hún einungis um tvo kjóla að velja. 

Lopez minnir að hinn kjóllinn hafi verið hvítur og var stílistinn hlynntari honum og ekki að ástæðulausu. Á stórri verðlaunahátíð á borð við Grammy-hátíðina þykir ekki við hæfi að mæta í kjól sem einhver annar hefur notað og hvað þá þegar þrír aðrir hafa sést í kjólnum eins og í tilviki græna Versace-kjólsins. Umboðsmaður Lopez sannfærði þó söngkonuna og loks stílistann, sem var í áfalli, um að mæta í græna kjólnum.  

Jennifer Lopez í kjólnum góða.
Jennifer Lopez í kjólnum góða. mbl.is/AFP

Aðaláhættan við kjólinn var þó ekki endilega hvort Donatella Versace hefði sést í kjólnum heldur hvort brjóst Lopez myndu haldast í kjólnum. Hún segir að eftir að kjóllinn var límdur niður hafi hún aldrei verið í hættu. 

Þó svo að Lopez hafi ekki unnið verðlaun þetta kvöld voru myndir af henni alls staðar og kjóllinn aðalfréttaefni verðlaunanna. Segja má að kjóllinn hafi brotið internetið og vill Lopez meina að hann hafi átt þátt í því að til varð sérstök myndaleit á Google enda mikið leitað að myndum af kjólnum í kjölfar verðlaunanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál