Klemmuhneyksli veldur usla hjá ASOS

Klemmurnar virtust hafa verið notaðar til þess að laga kjólinn …
Klemmurnar virtust hafa verið notaðar til þess að laga kjólinn betur að fyrirsætunni. Samsett mynd

Netverslunin ASOS fékk að finna fyrir því á dögunum þegar Twitter-notandi benti á að klemmur væru notaðar til þess að breyta kjól fyrirsætu netverslunarinnar þannig að hann passaði betur. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni en ASOS bætti ekki um betur þegar þeir báðust aðeins afsökunar á því að það sæist í klemmurnar á myndunum. 

Um var að ræða rúmlega fimm þúsund króna sumarkjól frá ASOS að því fram kemur á vef Metro. Líklega hefur gleymst að eyða klemmunum út af myndinni í myndvinnslunni. Eftir að ASOS baðst afsökunar á því að klemmurnar sæjust eru þeir sagðir hafa breytt myndinni þannig að ekki sást lengur í klemmurnar.

Kjóllinn lítur út fyrir að passa fullkomlega á fyrirsætuna þegar hún horfir í myndavélina. Við fyrstu sýn virðist það sama eiga við þegar fyrirsætan var mynduð á hlið en þegar betur var að gáð sást hvernig tvær klemmur gerðu kjólinn þrengri þannig að hann féll betur að líkama fyrirsætunnar. Benti fólk meðal annars á að blekkingar sem þessar væru til þess gerðar að fá venjulegt fólk til þess að líða illa þegar fötin eru loks mátuð. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál