Lengi haft áhuga á hönnun og fötum

Sigmundur hannaði herralínu fyrir útskriftarverkefni sitt í Listaháskóla Íslands.
Sigmundur hannaði herralínu fyrir útskriftarverkefni sitt í Listaháskóla Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Sigmundur Páll Freysteinsson sýndi útskriftalínu sína úr fatahönnun í Hörpu á þriðjudaginn. Sigmundur segir tískusýninguna hafa gengið vel fyrir sig. „Ég var mjög sáttur með útkomuna. Það var gaman að sjá hvað það komu margir,“ segir Sigmundur en föt úrskriftarnema má sjá á Kjarvalsstöðum frá 4. maí. 

„Ég fór í fatahönnun vegna þess að ég hef lengi haft áhuga á hönnun og fötum en fatahönnun er réttur vettvangur fyrir mig til að miðla hugmyndum mínum,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður af hverju hann fór í fatahönnun. 

Hvert stefnir þú eftir námið?

„Fljótlega eftir útskrift stefni ég á að fara erlendis í starfsnám til að öðlast meiri reynslu og fá dýpri innsýn inn í iðnaðinn. Í framhaldi af því stefni ég á framhaldsnám erlendis.“

Lína Sigmundar sem hann sýndi í Hörpu ber yfirskriftina Í sjálfu sér og samanstendur af herrafatnaði sem að dregur innblástur frá klassískum klæðskurði og herrafatnaði í bland við áhrif frá hernaði með áherslu á notagildi og gagnsemi.

Verkefnið fjallar um sjálfsmyndina og það sem mótar okkur. Við lifum á tímum þar sem að sjálfsmynd ungra manna er að breytast og við getum verið hvað sem er og hver sem er. Áhrifin koma úr ýmsum áttum og allt hefur áhrif hvað á annað. Í verkefninu er vísað í þekktar fyrirmyndir ungra manna og þær settar í samhengi við nýjar hugmyndir um karlmennskuna í dag.“

Stundum er talið að fatahönnun heilli konur meira en karlmenn þrátt fyrir að í gegnum tíðina hafi einna áhrifamestu fatahönnuðir í heimi verið karlar. Sigmundur segir þetta breytast eins og annað. 

„Það breytist í takt við tíðarandann og með tímanum breytist kynjaójafnvægi í tískuheiminum eins og annarsstaðar,“ segir Sigmundur sem segist hafa verið mjög heppinn með bekk þegar hann er spurður út í hvernig það hafi verið að vera eini strákurinn í bekknum. 

Hvaða fatahönnuðir eru í uppáhaldi hjá þér? 

„Þeir sem að eru í uppáhaldi hjá mér um þessar mundir eru Yohji Yamamoto, Takahiro Miyashita og Kanghyuk.“

Pælir þú í þeim áhrifum sem tískuiðnaðurinn hefur á umhverfið þegar þú hannar og kaupir þér tískuvarning?

„Umhverfismál og sjálfbærni eru alltaf ofarlega í huga þegar ég hanna og þegar ég kaupi mér tískuvarning enda er þetta eitt stærsta vandamál sem að vofir yfir okkur og það er skilda mín sem ungur hönnuður að taka þessi mál alvarlega og leggja mitt af mörkum til að ýta þróuninni í rétta átt.“

Hægt er að fylgjast með verkefnum Sigmundar á Instagram en á myndinni hér að neðan má sjá hann ásamt fyrirsætunum sem sýndu línuna hans í Hörpu í vikunni. 

View this post on Instagram

Presented my BA - collection today, big thanks to everyone involved 🌺

A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) on Apr 30, 2019 at 2:27pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál