Er hægt að laga slappa húð á hálsi?

Íslensk kona spyr hvort hægt sé að laga slappa húð …
Íslensk kona spyr hvort hægt sé að laga slappa húð á hálsi. mbl.is/Thinkstockphotos

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem spyr hvort hægt sé að laga slappa húð á hálsi. 

Sæl!

Er hægt að laga slappa húð á hálsi?

Kveðja, K

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Komdu sæl K og takk fyrir spurninguna.

Það verður að viðurkennast að það er alltaf viss áskorun fyrir okkur húðlækna að meðhöndla slappa húð á hálsinum. En, það er hægt að gera ýmislegt og fer mjög mikið eftir því hve slöpp húðin er orðin. Ef húðin er orðin mjög slöpp duga ekki þessar einfaldari meðferðir til hjá okkur og þá þarf að leita til lýtalækna þar sem er framkvæmd skurðaðgerð eða „neck lift”. Hins vegar, ef það er gripið snemma í og húðin ekki orðin mjög slöpp er hægt að meðhöndla á ýmsan hátt, til dæmis með bótóxi. Með því að slaka á hálsvöðvanum (platysma) fáum við oft skemmtilega lyftingu á bæði neðri hluta andlits og hálsinum. Þessi meðferð kallast „Nefertiti lift“ og er þessi meðferð nefnd eftir Nefertiti drottningu Egyptalands á 14. öld sem var þekkt fyrir að vera með afskaplega fallega kjálkalínu. Val á meðferð fer eftir ýmsum þáttum og því er ekkert einfalt svar við þessari spurningu, en hér eru mínar ráðleggingar: 

1. Það sem allir ættu að gera í fyrirbyggjandi skyni:

-Anti-aging-húðmeðferð með andoxunarefnum og retinóíðum eða ávaxtasýrum.

-Ekki reykja

-Borða sem hollastan mat og lifa heilbrigðu líferni

2. Meðferð til að fá lyftingu á neðri hluta andlits og háls:

-Bótox-meðferð; annaðhvort Nefertite lift eða microbótox ef ekki mjög slöpp húð.

-Fitusog hjá lýtalæknum ef mikil fita undir hökunni. Mæli ekki með fitufrystingu á þessu svæði þar sem það vantar rannsóknir sem sýna fram á að það sé óhætt.

-Ef mjög slöpp húð, skurðaðgerð hjá lýtalæknum.

-Æðalaser ef hún er rauðleit, viðkvæm og komin með litabreytingar

3. Meðferð gegn fínum línum/hrukkum, þurri húð og til húðþéttingar

-Örnálameðferð (Dermapen)

-Picolaser (Skin rejuvenation)

-Skin booster. Sérstaklega ef mjög þurr húð og komnar dýpri línur/hrukkur.

4. Meðferðir til húðþéttingar (ATH. virka alls ekki ef húðin er orðin of slöpp):

-Rafbylgjur (Radiofrequency).

-Hljóðbylgjur (Ultherapy).

-Laser með innrauðu ljósi (IR laser).

Kær kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is