Fæddist með skarð í vör og er ósáttur

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni sem hefur barist við kerfið lengi en viðkomandi fæddist með skarð í vör. 

Hæ.

Ég fæddist með skarð í vör og holgóma og Árni Björnsson sá um allar aðgerðir nema kannski eina sem Ólafur framkvæmdi en ég er ekki með þennan Venusarboga. Þó að þokkalega hafi tekist til þá er samt fólk alltaf að horfa á mig meira eins og glápa sem er ókurteisi en þetta er svolítill pakki þannig að til dæmis tennurnar í mér eyðilögðust af járnhringjum sem voru notaðir til að reyna að rétta í mér tennurnar þannig að ég fékk krónur en núna eru tennurnar farnar uppi öðrum megin en niðri hinu megin. Ég hef reynt að komast í „implant“ en gengur illa. Reynir yfirtryggingatannlæknir sagði að það væri bara réttlætanlegt að gera við í kringum skarðið, ekki gáfulegt. Þórður Eydal er löngu hættur og búinn að henda öllu en annars hefði hann léttilega getað talað máli mínu við hann þar sem ég var frá barnsaldri til 16 ára held ég. Þar fyrir utan hef ég reynt að fara í tannlæknaskólann og minna á mig þar í sirka fjögur ár, en ekkert gengið. Málið er að ég hef rýrnað í framan en held  samt að kinnarnar séu farnar að síga. Ég prófaði að lyfta þeim upp um daginn og ég breyttist svo mikið við það. Mér fannst ég vera mörgum árum yngri en ég ætla ekki að hafa þetta erindi lengra því ég er með held ég svo langan lista. Málið er að við sem fæddust svona fengum alltaf fríar aðgerðir og fríar tannlæknigar en svo tók Gamli kommúnisminn við eins og Gunnar Helgason tannlæknirinn minn orðaði svo vel en já ég er fæddur 1. apríl 1960.

Kveðja, S

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Kv.

Sæll og takk fyrir spurninguna. Þú hefur greinilega átt langa og erfiða sjúkrasögu og baráttu við kerfið!  Þú átt alla mína samúð en ekki gefast upp. Við vitum öll að þegar við eldumst þá er „allt á niðurleið“, minnkar fyllingin í kinnunum og fellingar myndast við nef, munnvik og kjálka. Þegar undirliggjandi vandamál eru til staðar, eins og brotthvarf tanna með samfarandi beinarýrnun, gerast þessar aldursbreytingar mun hraðar.  Andlitslyfting eða jafnvel fitufylling í kinnar gæti örugglega gagnast þér.

Þegar fólk hefur leitað til mín vegna öra á vörum er það oft með kæki eins og setja „hendur fyrir munn“ þegar það talar eða „sleikja út um“. Þessir kækir beina oft athygli fólks að lýtinu og það ósjálfrátt horfir á það. Það er stundum hægt að venja sig af þessu með æfingu og oft bendi ég fólki á að gera einhverja nærliggjandi staði meira áberandi. Til dæmis geta karlmenn látið sér vaxa skeggrót umhverfis munn og konur sett áberandi varalit. Eins geta áberandi hálsmen „falið“ ör eða fellingar á hálsi.  Ég ráðlegg þér að reyna betur við kerfið og sjá hvort einhverjir möguleikar séu ekki fyrir hendi hjá þér bæði hjá tannlæknum og lýtalæknum.  

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

Í gær, 20:00 Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

Í gær, 17:00 Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

Í gær, 14:00 Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í gær Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í gær „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

í fyrradag Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

í fyrradag Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

í fyrradag Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

í fyrradag Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »

Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

21.6. Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. Meira »

„Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus“

21.6. „Ég var í raun ekki að átta mig á þessu öllu þar sem þetta gerðist mjög hratt fyrr en ég var komin inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir því að komast inn i herbergi í viðtal við Hair Magazine. Þarna stóð ég allt í einu með risa blómvönd og bikar.“ Meira »