Hversu oft á að þvo brjóstahaldara?

Er einn brjóstahaldari í uppáhaldi hjá þér?
Er einn brjóstahaldari í uppáhaldi hjá þér? mbl.is/AFP

Flestar konur eiga nokkra brjóstahaldara en kannast þó við að nota alltaf þann sama. Það gefst því ekki oft tími til að þvo uppáhaldsbrjóstahaldarana og eru þeir kannski þvegnir jafnoft og gallabuxur, sem sagt eiginlega aldrei. Brjóstahaldarasérfræðingur Mark & Spencer reyndi að svara þessari erfiðu spurningu um hversu oft á að þvo brjóstahaldara í viðtali á vef Mirror. 

„Ég myndi mæla með því að þvo eftir hvert skipti til þess að hafa brjóstahaldarann hreinan og ferskan,“ sagði brjóstahaldarasérfræðingurinn. Nú er bara spurning hvort einhverjum finnst þessi sérfræðingur vera of þvottaglaður eða leiðbeiningarnar ósköp eðlilegar. 

Brjóstahaldarasérfræðingurinn hafði líka skoðun á því hversu lengi brjóstahaldarar endast. „Að mínu mati er brjóstahaldari bestur á sínu fyrsta ári í notkun,“ sagði sérfræðingurinn en vill þó ekki gefa upp hvenær ætti endanlega henda þessum eina sanna. 

Manstu eftir að þvo brjóstahaldarana?
Manstu eftir að þvo brjóstahaldarana? mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál