Leyfir loks krullunum að njóta sín

Hágreiðslumaður Beyoncé birti mynd af söngkonunni með sitt náttúrulega hár.
Hágreiðslumaður Beyoncé birti mynd af söngkonunni með sitt náttúrulega hár. skjáskot/Instagram

Söngkonan Beyoncé var lengi vel þekkt fyrir slétt hár sitt en hefur að undanförnu verið að sýna sitt rétta andlit eða hár réttara sagt. Hárgreiðslumaður hennar, Neal Farinah, birti á dögunum mynd af söngkonunni þar sem hár hennar er töluvert öðruvísi greitt en gamlir aðdáendur hennar eiga að venjast. 

„Býður upp á alveg náttúrulegt hár,“ skrifaði Farinah meðal annars við myndina sem má sjá hér að ofan. „Rokkar þetta fallega krullaða hár,“ skrifaði Farinah við fyrstu myndina frá kvöldinu. Við enn aðra mynd notaði hann myllumerkið náttúrulega krullað hár eða #naturalcurlyhair. 

Farinah hefur unnið lengi með söngkonunni sem skartaði ekki bara oft sléttu hári áður fyrr heldur einnig bylgjum. Nú virðist söngkonan sem hefur lagt mikla áherslu á uppruna sinn í tónlist sinni að undaförnu vera að fagna náttúrulegu hári sínu. 

View this post on Instagram

ROCKING THAT BEAUTIFUL CURLY HAIR #hairstylist #nealfarinahsalon #nealfarinahsaloninc #JAY-Z “B SIDES 2”

A post shared by Neal Farinah (@nealfarinah) on Apr 27, 2019 at 5:15pm PDT

View this post on Instagram

BEYONCE WITH THAT GOOD GOOD HAIR #naturalcurlyhair #curlyhairtrends #hairstylist #nealfarinahsalon #nealfarinahsaloninc

A post shared by Neal Farinah (@nealfarinah) on Apr 29, 2019 at 5:33pm PDT

View this post on Instagram

SERVING ALL NATURAL CURLY HAIR :CHECKED #hairstylist #nealfarinahsalon #nealfarinahsaloninc #JAY-Z “B”SIDE

A post shared by Neal Farinah (@nealfarinah) on Apr 27, 2019 at 7:38pm PDT



Beyoncé skartaði lengi vel sléttu hári.
Beyoncé skartaði lengi vel sléttu hári. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál