Fór í misheppnaða brjóstastækkun

Íslensk kona er óánægð með brjóstastækkun sem hún fór í ...
Íslensk kona er óánægð með brjóstastækkun sem hún fór í fyrir 14 árum. mbl.is/Thinkstockphotos

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem fór í brjóstastækkun fyrir 14 árum en er nú orðin öryrki. 

Komdu sæl Þórdís

Mig langaði að spyrja þig nokkurra spurninga. Ég fór í lagfæringu á brjóstum fyrir 14 árum, vildi láta jafna þau eftir að hafa verið með 3 börn á brjósti.

Læknirinn sagði að ég væri svo há og grönn og mætti alveg vera með stór og góð brjóst. Ég bað aldrei um það þannig, bara jöfn og að stærra brjóstið sem börnin vildu bara á sinum tíma yrði aðeins minna og þéttara eins og hitt brjóstið.

Er ég vaknaði þá tjáir hann mér það að hann hafi verið svo lengi með stærra brjóstið því það hefði verið orðið svo tómt, þurft að færa báðar geirvörturnar og skera þversum niður frá þeim og undir.

Brjóstin hafa verið mér til trafala í öll þessi ár, stingir og verkir og ég fór aftur til hans og hann var bara yfir sig ánægður sem er bara algjör steypa. Staðan í dag er sú að ég er alltaf með verki í öxlum upp í hnakka, verki í brjóstunum og sé fram á það að ég vil losna við þá og setja brjóstin mín bara í eðlilega stærð. Ég nota í dag 36 D en myndi vilja fara niður 36 B til þess að losna við þessa ömurlegu verki

Á ég rétt á niðurgreiðslu hjá sjúkratryggingum vegna þeirra aðgerða og aðstæðna? Ég er orðin öryrki vegna mikilla verkja, gigtarverkja og slitverkja ásamt því að það voru gerðar axlaaðgerðir á mér til þess að létta á þessum verkjum. Getur þú aðstoðað mig með hver næstu skref mín eru varðandi þetta mál og hvernig ég sný mér í þessu? Ef það kæmi í ljós að ég gæti farið í aðgerð á kostnað sjúkratrygginga er þá inni í því lagfæring þannig að minni púðar eru settir í því annars held ég að þau yrðu bara tóm. Ég er 173 á hæð og 68 kg, þannig séð í kjörþyngd Takk kærlega fyrir. 

Kveðja, KK

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Aðgerðin sem þú fórst í fyrir 14 árum var væntanlega gerð á þinn kostnað, en það á yfirleitt við þegar brjóstum er lyft og settir inn púðar. Ég tel það mjög ólíklegt að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði á nýrri aðgerð þar sem púðarnir yrðu minnkaðir og hugsanlega brjóstunum lyft aftur þrátt fyrir örorku og verkjavandamál. Aftur á móti ef þú myndir vilja einungis losna við púðana vegna heilsufarsvandamála, gætir þú hugsanlega fengið greiðsluþátttöku frá sjúkratryggingum. Ræddu þetta við þinn heimilislækni, hann gæti þá sent beiðni til lýtalæknis eða á Landspítalann.

Gangi þér vel og bestu kveðjur

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is

Þorgrímur Þráinsson selur Tunguveginn

08:35 Íþróttastjarnan og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur sett sitt fallega hús á sölu. Um er að ræða 150 fm tvíbýli við Tunguveg í Reykjavík. Meira »

Svona vinnur Arianna Huffington

05:00 Það eru til fjölmargar leiðir til að setja ramma utan um vinnuna og upplifa heilbrigðara samræmi á milli vinnu og einkalífs. Thrive-leiðin þykir áhugaverð til þess. Meira »

Svona er sumartíska Weekday

Í gær, 23:00 Ef þú vissir ekki að hjólabuxur væru komnar aftur í tísku þá lastu það fyrst hér og líka að þú getur varla lifað sumarið af án þess að eiga samfesting. Mundu bara að það er ekki gott að vera í samfesting ef þú ert að drekka. Meira »

Fólk afkastar minna í góðu veðri

Í gær, 20:00 Veður hefur ómeðvituð áhrif á okkur og við eigum það til að missa einbeitinguna þegar það er gott veður, þar af leiðandi afköstum við minna í vinnunni. Meira »

Hönnuðurinn sem allir elska að stæla flytur

Í gær, 16:01 Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður hefur sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu. Ingibjörg Hanna hannaði krummann sem sló í gegn þegar hann kom á markað og prýðir hann fjölmörg heimili landsmanna. Meira »

„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

Í gær, 12:10 „Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði.“ Meira »

Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

Í gær, 11:00 Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. Núna er hún fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Meira »

„Að burðast með gömul áföll“

Í gær, 10:00 Dr. Sigríður Björk Þormar er einn helsti sérfræðingur landsins í áföllum. Hún heldur námskeið í dag um áföll og afleiðingar þeirra þar sem hún m.a. kennir leiðir til þrautseigju. Meira »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

í gær „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

í fyrradag Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

í fyrradag Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

í fyrradag Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

í fyrradag Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

22.5. Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

21.5. Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

21.5. Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

21.5. Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

21.5. „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

21.5. Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »