„Vil alls ekki verða hrukkótt miðaldra kona“

Hvað getur þú gert til þess að fá minni hrukkur …
Hvað getur þú gert til þess að fá minni hrukkur seinna á lífsleiðinni? mbl.is/Thinkstockphotos

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 25 ára konu sem spyr hvernig megi fyrirbyggja öldrun húðarinnar. 

Sæl Jenna Huld

Nú er ég 25 ára en er mjög meðvituð um húðumhirðu og vil gera allt sem ég get til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar. Ég vil alls ekki verða hrukkótt miðaldra kona. Hvað myndirðu ráðleggja mér að gera?

Kveðja, Maja

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Sæl og blessuð. 

Það er ýmislegt hægt að gera og mjög sniðugt að byrja snemma að hugsa um fyrirbyggjandi húðmeðferðir. Þar sem þú ert það ung er um að gera að nota ávaxtasýrurnar og þá 10-20% í styrkleika. Mjög fín krem t.d. frá Neostrata sem þú getur fengið ávísað hjá húðlækninum þínum. Þetta eru sterk krem og ef þú ert með viðkvæma húð eða rósroðahúð getur verið að þú þolir ekki kremin. Mikilvægt að trappa sig varlega upp í styrkleikanum. En af hverju ávaxtasýrur? Jú, þær vinna á efsta húðlaginu, þétta húðina, vinna á fínum línum, opinni húð, bólum, fílapenslum og litaflekkjum. Húðin verður sjáanlega yngri, ferskari og stinnari. Ef þú þolir kremin þá er einnig mjög áhrifaríkt að nota „medical peel“ með 35-70% styrkleika nokkrum sinnum á ári til að fá enn betri árangur. Það er hægt að fá „medical peel“ hjá húðlæknum. Fyrir utan þessi virku efni þarftu að sjálfsögðu að nota sólarvörn, með 30-50 í SPF faktor og einnig myndi ég mæla með andoxunarefnum eins og Ferulic-sýru, C- og E-vítamíni ásamt góðu rakakremi sem á við þína húðgerð.

Kær kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál