Tískutröllin eru mætt til Cannes

Það fór vel á með þeim Elton John og Taron …
Það fór vel á með þeim Elton John og Taron Egerton á Cannes sem haldið var í 72. skiptið í vikunni. mbl.is/AFP

Söngvarinn góðkunni Elton John mætti í sínu fínasta pússi á kvikmyndahátíðina í Cannes eins og honum er einum lagið. Hann lét sér fátt um finnast og baðaði sig í sviðsljósinu ásamt leikaranum Taron Egerton til að kynna kvikmyndina „Rocketman“ sem er söngvamynd framleidd af Elton John og eiginmanni hans David Furnish. 

Það er ekki nokkur vafi á því að Elton John elskar sviðsljósið eins og ljósmyndirnar frá Cannes sýna. Söngvarinn sem er 72 ára gaf öðrum stórstjörnum á rauða dreglinum lítið eftir og hefur greinilega lagt sig fram um að vera í vönduðum fatnaði frá toppi til táar. 

Eitt af einkennismerkjum Elton John eru stór og áberandi sólgleraugu. 

Daily Mail greinir frá því að Elton John hafi valið sér blá jakkaföt frá Gucci fyrir tilefnið. Á brjóstvasa jakkafatanna var ásaumað nafn kvikmyndarinnar „Rocketman“. Hann var að sjálfsögðu í Gucci skóm og sólgleraugun voru eins og hönnuð við fatnaðinn hans.

Richard Madden, Elton John og Taron Egerton voru flottir á …
Richard Madden, Elton John og Taron Egerton voru flottir á Cannes. ALBERTO PIZZOLI

Richard Madden leikur umboðsmann hans, John Reid, í kvikmyndinni. Þeir hittust fyrst í jólaboði í upphafi tíunda áratugarins og byrjuðu að búa saman eftir það. Ástarsambandi þeirra lauk fimm árum síðar en Reid hélt áfram að vera umboðsmaður Elton John til ársins 1998. 

Kvikmyndin ku vera mikið augnkonfekt fyrir þá sem eru hrifnir af fallegum fatnaði og aukahlutum. 

Elton John er þekktur fyrir að vera með áberandi sólgleraugu.
Elton John er þekktur fyrir að vera með áberandi sólgleraugu. mbl.is/AFP
Elton John stillir sér upp á Cannes í Gucci fatnaði …
Elton John stillir sér upp á Cannes í Gucci fatnaði frá toppi til táar. mbl.is/AFP
Nýjasta tískan á Cannes.
Nýjasta tískan á Cannes. mbl.is/AFP
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál