Umhverfisvænni lúxus frá Lancôme

Nýjungar innan lúxus-línu Lancôme voru kynntar til leiks nýverið. Það …
Nýjungar innan lúxus-línu Lancôme voru kynntar til leiks nýverið. Það vakti athygli að nú er í boði að kaupa áfyllingar á Absolue-andlitskremin en það sparar talsverðar umbúðir.

Nýverið kynnti Lancôme til leiks nýjar útgáfur af húðvörum innan Absolue-línu sinnar en vörulínan byggir á krafti rósarinnar til að endurnæra húðina og telst vera mesta lúxus-húðvörulína franska snyrtihússins. Frumuendurnýjun húðarinnar er flýtt svo hún virkar endurlífguð, meira ljómandi, þéttari og fyllri.

Nýju vörurnar leggja meiri áherslu á áferð í stað húðgerðar. LancômeAbsolue Revitalizing & Brightening dagkremið kemur í tveimur áferðum, Soft Cream og Rich Cream, og velur þú hvort léttara dagkremið hentar þér eða hið ríkara. Báðar formúlurnar hafa endurnærandi og stinnandi áhrif, draga úr fínum línum og veita húðinni rakagjöf í allt að 24 klukkustundir. Það vakti athygli að rakakrem línunnar koma nú í umbúðum sem innihalda 60 ml. í stað 50 ml. og hægt er að kaupa áfyllingu á kremið sem sparar talsvert af óþarfa umbúðum.

Lancôme Absolue Revitalizing & Brightening Soft Cream og Lancôme Absolue …
Lancôme Absolue Revitalizing & Brightening Soft Cream og Lancôme Absolue Revitalizing & Brightening Rich Cream. Kremin eru á sama verði, 32.466 kr., og kostar fyllingin 26.055 kr.

Nýtt augnkrem hefur litið dagsins ljós innan Absolue-línunnar og er því ætlað að hafa yngjandi og stinnandi áhrif á augnsvæðið. Formúlunni er einnig ætlað að draga úr fínum línum og þrota á augnsvæðinu. 

Lancôme Absolue Revitalizing Eye Cream, 17.119 kr.
Lancôme Absolue Revitalizing Eye Cream, 17.119 kr.

Lancôme Absolue Nurturing & Brightening Oil-In-Gel Cleanser er nýr rakagefandi andlitshreinsir sem sem fjarlægir farða og önnur óhreinindi á húðinni. Formúlan byggir á olíu í geli sem viðheldur rakastigi húðarinnar og veitir mýkjandi áhrif.

Lancôme Absolue Nurturing & Brightening Oil-In-Gel Cleanser, 8.670 kr.
Lancôme Absolue Nurturing & Brightening Oil-In-Gel Cleanser, 8.670 kr.
mbl.is