Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn í sumar

Elísabet Englandsdrottning er oft með slæðu.
Elísabet Englandsdrottning er oft með slæðu. AFP

Ömmur hafa kannski ekki alltaf verið með eftirsóttasta stílinn í tískubransanum, ekki fyrr en núna. Smartland leggur sig iðulega fram við að taka eftir því nýjasta og flottasta í tískuheiminum. 

Slæður og klútar hafa verið að koma sterkt inn í tískuni og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram.  Elísabet Englandsdrottning er þekkt fyrir að klæðast litríkum og fallegum slæðum við hin ýmsu tilefni. Stórstjörnur á borð við Rihönnu og Lady Gaga hafa einnig sést með slæður um höfuðið. 

Slæður hafa ýmsa kosti og geta varið mann fyrir sterku sólarljósi og bjargað manni frá því að svitna mikið á höfðinu. Það er þó ekki sama úr hvaða efni slæðan er, en ef markmiðið er að forðast svitabað, mælum við með 100% silki. Það er því tilvalið að finna sér einhverja fallega slæðu eða klút í skápnum hjá ömmu og binda fallega um höfuðið. 

Rihanna með einstaklega klæðilega slæðu.
Rihanna með einstaklega klæðilega slæðu.
mbl.is