Verst klædda stjarnan í Cannes

Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh.
Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh. mbl.is/AFP

Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh komst í heimspressuna þegar hún mætti í afar umdeildum kjól á frumsýningu A Hidden Life á sunnudaginn í Cannes. Einhver myndi taka þannig til orða að hún hefði verið verst klædda stjarnan á kvikmyndahátíðinni en sjálf virðist Trinh vera hæstánægð með kjólinn og athyglina. 

Kjóllinn sem Trinh klæddist var svartur, gegnsær og afar efnislítill frá merkinu Do Long Boutique. Leit Trinh í raun frekar út fyrir að vera klædd í efnislitla samfellu með þveng en kjól. Voru rasskinnar hennar vel til sýnis og kepptust ljósmyndarar um að mynda rass hennar. 

Ngoc Trinh í kjólnum góða.
Ngoc Trinh í kjólnum góða. mbl.is/AFP
Ngoc Trinh býr sig undir rauða dregilinn.
Ngoc Trinh býr sig undir rauða dregilinn. mbl.is/AFP

Fjallað hefur verið um Trinh í erlendum miðlum og ekki fyrir að vera best klædda stjarna. Hún er hún dugleg að deila athyglinni sem hún fær á Instagram. 

View this post on Instagram

🤩🤩🤩

A post shared by Ngọc Trinh (@ngoctrinh89) on May 19, 2019 at 11:30pm PDT

mbl.is