73 ára og kom á óvart með bleikt hár

Helen Mirren skartaði bleiku hári í Cannes um helgina.
Helen Mirren skartaði bleiku hári í Cannes um helgina. mbl.is/AFP

Leikkonan Helen Mirren ber af hvar sem hún er og það átti auðvitað við þegar hún mætti á rauða dregilinn í Cannes á laugardaginn. Ekki bara kjóll bresku leikkonunnar vakti athygli á frumsýningu The Best Years of a Life heldur nýr hárlitur. 

Mirren sem verður 74 ára í sumar er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt. Hún virðist hins vegar hafa ákveðið að breyta aðeins til svo að hárlitur hennar passaði betur við bleiklitaðan kjólinn sem hún klæddist frá Elie Saab. Bleiki liturinn var í aðalhlutverki hjá Mirren en hún var með naglalakk og varalit í stíl við kjólinn og hárið. 

Breska leikkonan Helen Mirren.
Breska leikkonan Helen Mirren. mbl.is/AFP
Andie MacDowell og Helen Mirren á rauða dreglinum.
Andie MacDowell og Helen Mirren á rauða dreglinum. mbl.is/AFP
mbl.is