Farðinn sem Bieber notar

Ofurfyrirsætan Hailey Bieber segir hreinar snyrtivörur vera mikilvægar fyrir sig.
Ofurfyrirsætan Hailey Bieber segir hreinar snyrtivörur vera mikilvægar fyrir sig.

Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Stundum verð ég svo æst þegar ég prófa nýjar og magnaðar snyrtivörur að ég þarf aðeins að róa mig niður áður en ég skrifa um þær, ekki vil ég að fólk haldi að ég sé að vinna fyrir Sjónvarpsmarkaðinn. En sumar vörur eru bara það góðar að ég vildi óska þess að ég gæti farið með alla í hópferð í Hagkaup að prófa. Af hverju þessi æsingur? Jú, það er ekki oft sem vel tekst til að hanna náttúrulegar snyrtivörur sem virka en núna hefur bareMinerals neglt það. 

Bare Minerals Complexion Rescue Hydrating Foundation Stick SPF 25, 5.990 …
Bare Minerals Complexion Rescue Hydrating Foundation Stick SPF 25, 5.990 kr.

Eflaust hafa flestir heyrt um og notað hið margverðlaunaða Complexion Rescue frá bareMinerals, litað dagkrem með húðbætandi eiginleikum. Núna er kominn stiftfarði frá merkinu sem byggir á sömu eiginleikum og kemur í hentugri umbúðum fyrir þá sem eru á ferðinni. bareMinerals Complexion Rescue Hydrating Stick Foundation SPF 25 er án óæskilegra innihaldsefna og 30% formúlunnar er steinefnaríkt vatn. Þar af leiðandi er ásetning farðans sérlega frískandi og blandast húðinni fullkomlega. Andoxunarefni vernda og bæta húðina ásamt náttúrulegri sólarvörn og rakagefandi rauðum þara.

Sérstakur sílikon-svampur var hannaður til að nota með nýja stiftfarðanum.
Sérstakur sílikon-svampur var hannaður til að nota með nýja stiftfarðanum.

Farðinn hentar þurri, venjulegri og blandaðri húð sérlega vel en sjálf er ég er með blandaða og mjög viðkvæma húð. Þekjan getur verið létt til miðlungs og er auðvelt að blanda farðann á húðinni fyrir létta þekju eða byggja þekjuna upp með því að þrýsta farðanum létt ofan á húðina. Það er hægt að nota farðann einnig sem hyljara og kaupa hann í dekkri tónum til að skyggja andlitið eða til að fá aukna hlýju í húðtóninn. Complexion Rescue Hydrating Foundation Stick SPF 25 kemur í 20 litatónum og nota ég lit 1.5 Birch, ljós litum með náttúrulegum/hlýjum undirtón. Þar sem liturinn leitar örlítið út í gult er hann fullkominn til að fela roða í húðinni.

Bare Minerals Complexion Rescue Hydrating Foundation Stick SPF 25 kemur …
Bare Minerals Complexion Rescue Hydrating Foundation Stick SPF 25 kemur í 20 mismunandi litatónum.

Ofurfyrirsætan Hailey Bieber (áður var eftirnafnið Baldwin en það breyttist eftir að hún giftist Justin Bieber) er nýtt andlit Bare Minerals, ásamt Rosie Huntington-Whiteley, og fer fyrir herferðinni Power of Good. Hún segir hreinar snyrtivörur vera sér nauðsynlegar en hér má sjá þær vörur sem eru í mestu uppáhaldi hjá henni frá bareMinerals. 

Fylgstu með bakvið tjöldin:
Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: @snyrtipenninn 

mbl.is