Prada hættir að nota loðfeldi

Pels á tískusýningu Prada fyrir veturinn 2013-2014.
Pels á tískusýningu Prada fyrir veturinn 2013-2014. mbl.is/AFP

Ítalska tískuhúsið Prada hefur gefið það út að það ætlar að hætta að nota loðfeldi í nýrri hönnun sinni. Fyrsta línan sem inniheldur enga dýrafeldi verður vor- og sumarlína tískuhússins á næsta ári. 

Loðfeldur á leðurkápu heyra sögunni til en þessa kápu sýndi …
Loðfeldur á leðurkápu heyra sögunni til en þessa kápu sýndi Prada þegar haust- og vetrarlína ársins 2013-2014 var kynnt. mbl.is/AFP

Mikil pressa hefur verið á stóru tískuhúsin að hætta að nota loðfeldi í hönnun sinni. Prada er allls ekki fyrsta tískuhúsið sem tekur þessa stefnu. Áður hafa merki eins og Burberry, Versace og Gucci tilkynnt að hætt verði að nota loðfeldi. 

mbl.is