Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

Rihanna er fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi.
Rihanna er fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. AFP

Tónlistarkonan Rihanna er fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Rihanna kom nýlega á laggirnar tískuhúsinu Fenty sem er undir franska tískuhúsinu LVMH. Þetta er ekki fyrsta tískuverkefni Rihönnu en hún hefur byggt feril sinn upp sem tískuhönnuður hægt og rólega síðustu ár. 

Rihanna hefur lengi verið tísku-icon og hefur oft verið lofuð fyrir fötin sem hún klæðist. Nú hannar hún föt á aðra. 

Fyrst hannaði hún vörur í samstarfi við íþróttavörurisann Puma, því næst gaf hún út sína eigin nærfatalínu, SavageXFenty. Hún hannar einnig snyrtivörur undir sínu eigin merki, Fenty Beauty. Fenty Beauty hefur vakið mikla athygli fyrir fjölda litatóna í andlitsfarða en þeir eru 40 talsins og til stendur að bæta 10 litatónum við línuna. 

Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril ...
Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. AFP

Síðasta plata Rihönnu kom út árið 2016 og naut mikillar hylli á meðal aðdáenda hennar. Hún hefur lítið gert á tónlistarsviðinu síðan platan kom út, enda verið upptekin við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum.

Í viðtali við New York Times segir Rihanna að hana hafi aldrei dreymt um feril í tískuheiminum þegar hún var lítil stelpa. „Mig dreymdi um að gera tónlist. Ekkert meira. Ég hugsaði ekki einu sinni um frægðina, svo kom hún og ég var bara „Er ég raunverulega hrifin af þessu? Elska ég tónlistina nógu mikið til að nenna þessu?“ Síðan heyrði ég ummælin um að ég væri „one-hit-wonder“ og þá var eins og einhver hefði kveikt eld undir mér og ég hætti ekki að vinna,“ segir Rihanna. Hún segir að hún hafi alltaf reynt að skora á sjálfa sig og vann hörðum höndum að gera betur og betur.

Hún hafði erindi sem erfiði og hefur unnið til fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum. Hún segist alltaf hafa verið að hugsa um hvað kæmi næst og að hverju hún ætti að vinna næst. „Það er hræðilegt því fólk á að lifa í nútíðinni. Ég var að byrja á að færa mig yfir í aðra listsköpun og það gerir mig hamingjusama,“ segir Rihanna. Hún hefur þó ekki lagt tónlistarferilinn á hilluna og vinnur nú að reggí-plötu.

Fer óhefðbundnar leiðir í hefðbundnum tískuheimi

Tískuhúsið hóf starfsemi í gær, 22. maí, og mun fara óhefðbundnar leiðir hvað varðar útgáfu lína. Gefnar verða út línur mánaðarlega frá mismunandi hönnuðum. Rihanna segir að hún vilji gefa ungum og óreyndum hönnuðum tækifæri til að koma tímabundið inn og hanna línur.

Fötin frá Fenty koma í mörgum stærðum, en nærfatalína Rihönnu er einmitt þekkt fyrir að vera fyrir allar stærðir og gerðir af konum. Rihanna sjálf hefur fitnað síðustu ár en hefur ekki látið það halda aftur af sér. „Maður klæðist því sem maður lítur vel út í og það er bara þannig. Ég er þybbin og með línur núna og ef ég get ekki klæðst fötunum sem ég hanna? Það virkar ekki þannig er það nokkuð? Stærðin mín er ekki einu sinni stærsta stærðin hjá Fenty. Hún er nær því að vera ein af minnstu stærðunum,“ segir Rihanna. 

Fenty verður fyrir konur af öllum stærðum.
Fenty verður fyrir konur af öllum stærðum. AFP
mbl.is

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

21:04 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

18:00 Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

15:00 Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

12:07 Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

11:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

05:00 Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

í gær Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

í gær Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

í gær „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

í gær Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

í gær Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

14.6. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

14.6. Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

14.6. Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

14.6. Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

14.6. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

14.6. Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

13.6. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »

Þetta gerir Svali til að minnka sólarexemið

13.6. Svali fann leið til þess að meðhöndla sólarexemið sem hann er með en hann er búsettur á Tenerife.   Meira »

Hatarinn Matthías Tryggvi mætti á Grímuna

13.6. Matthías Tryggvi Haraldsson einn af fjöllistahópnum Hatara lét sig ekki vanta á Grímuna sem fram fór í gærkvöldi.   Meira »