Svona er sumartíska Weekday

Verslunin Weekday var opnuð í dag en eftir þessari verslun hefur verið beðið. Weekday er í eigu H&M og hefur frá upphafi verið sterk þegar kemur að gallafatnaði. Í dag rekur Weekday 41 verslun í 10 Evrópulöndum og er markhópurinn ungt fólk sem hefur ríka tískuvitund og líka aðeins eldra fólk sem er með á nótunum.

Vorlína Weekday inniheldur mikið af fallegum fatnaði sem hressir upp á fataskápinn og þeir sem hafa lifað tímana tvenna þekkja mörg þekkt tákn tískunnar. Í línunni eru til dæmis samfestingar í allskonar útgáfum. Þessi hefðbundni vinnusamfestingur úr gallaefni, en svo má líka finna fínlegri með stuttbuxum eða ermalausan með víðum skálmum. Þeir sem vilja dansa í takt við ráðandi tískustrauma þurfa allavega einn samfesting fyrir sumarið því þeir hafa varla verið vinsælli síðan á diskótímabilinu. Samfestingar hafa marga góða kosti. Þeir eru til dæmis mjög hentugir fyrir tímabundið fólk og líka fólk sem hefur lítinn sans fyrir samsetningum. Þeir sem nenna ekki að velja saman efri og neðri part ættu til dæmis alltaf að vera í samfesting. Eini gallinn við samfesting er að það er stundum vesen að klæða sig úr þeim og í. Það er til dæmis mjög óþægilegt að vera í samfesting ef fólk er að neyta hugbreytandi efna eins og til dæmis kampavíns og því betra að vera alveg „clean“ ef þú ætlar að sperra þig í samfesting.

Í línunni er líka mikið af stuttermabolum, samfellum og kjólum og tískan er svo mikið eins og 1989 eða 1978 þegar bolir með víðu hálsmáli þóttu töff og líka gallabuxur sem náðu upp í mittið. Svo ekki sé minnst á hjólabuxur og víða gallajakka. Þeir sem eru ungir og eru að upplifa þessa tískustrauma í fyrsta sinn geta tekið þeim fagnandi. Við hin, sem skemmtum okkur á Skuggabarnum og Astró eða Glaumbæ, þurfum að anda djúpt og minna okkur á að elli er hugarástand. Svo er bara að smeygja sér í hjólabuxur og gallajakka og halda áfram með lífið eins og enginn sé morgundagurinn. Ef þetta er eitthvað óskýrt má skella sér í sjónmælingu og fá aðeins meiri styrk í gleraugun.

Hjólabuxur eru komnar aftur í tísku.
Hjólabuxur eru komnar aftur í tísku.
Gallajakkar eru áberandi í sumartísku Weekday.
Gallajakkar eru áberandi í sumartísku Weekday.
Samfestingar hafa sjaldan verið vinsælli.
Samfestingar hafa sjaldan verið vinsælli.
Þessi samfestingur eru snilld fyrir þá sem vilja ekki fá …
Þessi samfestingur eru snilld fyrir þá sem vilja ekki fá sól á handleggina.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál