Giambattista Valli í samstarfi við H&M

Giambattista Valli ásamt fyrirsætum sem öll klæðast fötum úr samstarfsverkefni …
Giambattista Valli ásamt fyrirsætum sem öll klæðast fötum úr samstarfsverkefni hans og H&M. Aðsend mynd

Hinn ítalski Giambattista Valli er næsti hönnuður til að hanna línu í samstarfi við H&M. Tilkynnt var um samstarfið í amfAR-galaveislunni í Cannes í Frakklandi í gærkvöldi.

Í veislunni klæddust ofurfyrirsætan Kendall Jenner, tískubloggarinn Chiara Ferragni, Bianca Brandolini og Ross Lynch einstökum flíkum og glæsilegri forútgáfu vörulínunnar sem seld verður í takmörkuðu upplagi í netverslun H&M. Aðallínan mun koma í búðir í haust og kemur hún í verslanir hér á Íslandi 7. nóvember næstkomandi.

Valli er fæddur og uppalinn í Róm á Ítalíu og stofnaði eigið tískuvörumerki í París árið 2005. Þetta er fyrsta samstarf hönnuðarins og frumraun hans í herrafatnaði.

Kendall Jenner ásamt hönnuðinum Giambattista Valli.
Kendall Jenner ásamt hönnuðinum Giambattista Valli. AFP
Chiara Ferragni í kjól úr forlínunni.
Chiara Ferragni í kjól úr forlínunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál