Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Smartland hefur jafnvel heyrt af konum sem hafa farið úr landi gagngert til þess að komast í góssið frá COS en það verður ekki farið nánar út í það hér. 

COS er í eigu H&M en fyrirtækið rekur einnig Weekday og Monki svo einhverjar verslanir séu nefndar en þessar tvær síðarnefndu voru opnaðar í gær í Smáralind. 

Einfaldleikinn hefur ráðið ríkjum hjá COS en töluvert er lagt í góð efni og snið. Fötin eru örlítið dýrari en fatnaðurinn í H&M og hentar vel fyrir hina útivinnandi mömmu sem hefur lítinn tíma til að raða saman fötum á morgnana eða vera alltaf með straujárnið á lofti, en vill á sama tíma vera smart. 

Samfestingarnir frá COS, skyrturnar og kjólarnir hafa náð miklum vinsældum enda eru sniðin klassísk og ekki of lituð af ráðandi tískustraumum. 

Á dögunum var verslunin GK opnuð á Hafnartorgi og svo er þar einnig H&M og H&M Home auk Collections sem er glæsileg merkjavöruverslun sem selur föt frá Anine Bing, Ralph Lauren og Sand svo einhver merki séu nefnd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál