Tók 450 tíma að gera Dior-dressið

Elle Fanning í Dior í Cannes.
Elle Fanning í Dior í Cannes. mbl.is/AFP

Elle Fanning þykir ein best klædda leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár. Eftir að það leið yfir hana í allt of þröngum gömlum kjól frá Prada í byrjun vikunnar átti hún athygli allra í glæsilegu pilsi og skyrtu frá Dior á rauða dreglinum. Mikil vinna var lögð í dressið frá Dior og tók vinnan sinn tíma eins og franska tískuhúsið hefur greint frá. 

Litirnir komu vel út við rauða dregilinn.
Litirnir komu vel út við rauða dregilinn. mbl.is/AFP

Tölurnar á bak við fötin segja sína sögu en það tók 450 klukkutíma að vinna kjólinn. Það tók 150 tíma að vinna skyrtuna en 200 tíma að vinna dökkbláa pilsið en í það fóru 50 metrar af tjulli. 

Listrænn stjórnandi Dior, Maria Grazia Chiuri, hannaði skyrtuna og pilsið sérstaklega fyrir Fanning. Fötin minna á gömlu Hollywood sem passar sérstaklega vel við á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hatturinn toppar allt og setur punktinn yfir-ið. 

Ljósmyndarar mynduðu Elle Fanning í fötum frá Dior í Cannes.
Ljósmyndarar mynduðu Elle Fanning í fötum frá Dior í Cannes. mbl.is/AFP



mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál