Sofnar aldrei með farða á andlitinu

Lilja Björk Guðmundsdóttir lögfræðingur hugsar vel um húðina.
Lilja Björk Guðmundsdóttir lögfræðingur hugsar vel um húðina.

Lilja Björk Guðmundsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum og kennir einnig hóptíma í Hreyfingu. Hún er gift Jóni Arnóri Stefánssyni körfuboltamanni og eiga þau tvö börn og eitt á leiðinni. Lilja Björk hugsar vel um húðina og gefur lesendum innsýn í húðumhirðuvenjur sínar. 

– Hvernig er morgunrútínan þín?

„Þegar ég vakna þríf ég andlitið með smávegis köldu/volgu vatni, þerra og nota svo BIOEFFECT Micellar-hreinsivatnið, stundum nota ég hreinsivatnið eitt og sér því það er mjög frískandi, sérstaklega á morgnana. Því næst set ég raka á húðina og nota þá annaðhvort BIOEFFECT +2A Daily Duo, sem er frábær tvenna sem húðin tekur virkilega vel við, eða rakakrem frá Sunday Riley – Brightening Enzyme Water Cream.“

– Hvernig hugsarðu um húðina?

„Ég er með mjög viðkvæma húð og hef því tamið mér það frá unglingsaldri að hugsa vel um húðina; þríf ávallt farða af fyrir svefninn og vel vandlega hvaða efni ég ber á húðina.“

– Hvað gerirðu til þess að verja húðina fyrir sólinni?

„Ég bjó í sjö ár á Spáni þar sem sólin skein nánast alla daga. Ég byrjaði því snemma að huga að sólarvörn. Þar sem ég er með viðkvæma húð nota ég sérstaka vörn fyrir andlit sem er án ilm- og aukefna. Mikilvægt er að gleyma ekki hálsinum og bringunni þegar kemur að áburðinum,“ segir hún.

– Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Það er frekar látlaus rútína. Ég ber á mig CC-krem, hyljara frá NARS, maskara frá Helenu Rubinstein og sólarpúður frá Becca Cosmetics.“

– Hver er þín uppáhaldssnyrtivara?

„Þær eru nokkrar eins og til dæmis Derma Liss frá Guinot sem er eins konar töfrakremhyljari sem ég nota spari og jafnar húðina og fínar línur, BIOEFFECT OSA Water Mist er ég alltaf með í töskunni til að fríska upp á húðina og svo er Primer Radiance frá Lauru Mercier frábær, sérstaklega á sumrin.“

– Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni?

„Blue Lagoon-varasalva, CC-krem, Sensai-púður, Becca-sólarpúður, maskara, gel fyrir augabrúnir frá Benefit, BIOEFFECT OSA Water Mist, hyljara, plokkara og hárteygjur.“

– Hvað gerirðu til að líta betur út?

„Það er gullni meðalvegurinn í lífinu; sofa, nærast vel og hreyfa sig. Svo hjálpar til að nota rakamaska og dekra við sig annað slagið.“

– Hvað myndirðu aldrei bera á húðina?

„Ég reyni að forðast vörur sem eru hlaðnar ilm- og aukefnum. Ég kýs fremur að hafa vörurnar með fáum innihaldsefnum og að ég þekki þau efni sem eru á innihaldslýsingunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál