Þetta ætti að vera eitthvað fyrir þig

Sumarið kallar á léttari og glaðlegri förðun en yfir háveturinn. Í sumar er áherslan hjá Lancôme: „Less but better“ þar sem frelsi, jafnrétti og þokki einkenna vörurnar og litina í línunni. 

Vörurnar eiga ekki að breyta útlitinu heldur draga fram náttúrulega fegurð hvers og eins. Náttúrulegt, ósjálfrátt, hreint og einfalt er nokkuð sem flestir kjósa þegar sumarförðun er annars vegar.

Lancôme leggur mikið í djarfar varir sem ekki endilega þurfa að vera með þráðbeinum línum, náttúrulega ljómandi húð og einfalda en dáleiðandi augnförðun.

Eitt af því sem verður áberandi í sumar er sólarpúður en í sumarlínu Lancôme er að finna fjórskiptan bronzer sem kemur í takmörkuðu upplagi. Með þessu sólarpúðri er hægt að fá ferskleika, lit og ljóma sem er svo eftirsóknarverður.

Þessir blýantar, sem koma í nokkrum litum, eru mjög sniðugir …
Þessir blýantar, sem koma í nokkrum litum, eru mjög sniðugir því það er hægt að nota þá sem augnskugga en líka sem eye-liner. Það sem þeir hafa fram yfir púður augnskugga er að þeir dustast ekki niður á kinnar.

Púðrið inniheldur örsmáar gullperlur sem gefa einstaklega fallega áferð og mjúk formúlan blandast fullkomlega hvort sem þú vilt nota púðrið létt á kinnarnar eða yfir allt andlitið fyrir sólkysst útlit.

Svo eru það L'Absolu Rouge-varalitirnir sem koma í safnútgáfu í takmörkuðu upplagi í rauðum, bleikum og húðlit. Náttúrulegar varir tóna vel með dekkri augnförðun í sumar og bjartir varalitir eru fullkomnir með einfaldri maskaraförðun.

Til að fullkomna lúkkið er gaman að hafa létta og einfalda augnförðun, einn litur er oft allt sem þarf, og toppa svo með góðum maskara sem endist vel og haggast ekki yfir daginn, sama hvað við erum að gera. Nú fæst einn vinsælasti maskarinn frá Lancôme í vatnsheldri formúlu. Monsieur BIG er maskari sem þykkir, lengir og greiðir einstaklega vel úr augnhárunum. Þarftu eitthvað meira fyrir sumarið?

Vatnsheldur maskari er nauðsynlegur yfir sumartímann þegar gleðin stendur sem …
Vatnsheldur maskari er nauðsynlegur yfir sumartímann þegar gleðin stendur sem hæst.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál